Þing USPE 2018

Þing Evrópska lögregluíþróttasambandsins, USPE, fór fram í borginni Liberec í Tékklandi laugardaginn 03.11. s.l. F.h. ÍSL sóttu Óskar Bjartmarz og Jóhann Karl Þórisson þingið og þá var Jón S. Ólason með í för. Eina markverða sem gerðist á þinginu var að fundin var lausn á þeim ágreiningi sem hefur verið undanfarin ár varðandi breta, að þeir sem vinna að hluta til lögreglustörf án þess að hafa handtökuheimild eru gjaldgengir á EPC mót. Þetta er í samræmi við texta laga USPE á þýsku sem er upphafstungumálið í lögum USPE. Norðurlöndin eiga 3 menn í stjórn þar af annan varaforsetann og 1 í tækninefnd. 

Scroll to Top