Á þingi NPIF í Turku í Finnlandi í maí 2015 urðu Eistlendingar aðilar að sambandinu. Nafn og logo sambandsins er nú á ensku, hér að neðan eru nýju útgáfurnar sem eru orðnar 6.
Hér að neðan getur að líta merki Norræna Lögregluíþróttasambandsins, NPIF sem var stofnað 1969. Íþróttasamband Lögreglumanna, ÍSL, varð aðili árið 1982. Merki sambandsins er í fimm útgáfum þar sem merki hvers íþróttasambands er fyrir miðju að ofan. Formennska sambandsins færist á milli landa á tveggja ára fresti og notar það land sem er í forystu, þá útgáfu þar sem þeirra merki er fyrir miðju efst. Formennskan færist á milli í sömu röð og er á merkinu, frá vinstri til hægri. T.d. taka Svíar við af okkur o.s.f.