Stjórnarfundur 19. 01. 2015

Stjórnarfundur

19. 01. 2015

kl. 17:30

Fundarstaður: Brautarholt 30, fundarherbergi á miðhæð.

Mættir: ÓB, G.St.S, HD, JKÞ, KFG, HBA, ÓÖÓ og JGS

Forföll boðuðu: GG, HD og JSÓ

Einnig sat ÓS fundinn

 

  1. Fyrsti fundur stjórnar eftir þing ÍSL í október 2014. ÓB byrjaði á því að bjóða nýju mennina, Ólaf Örvar Ólafsson og Jón Gunnar Sigurgeirsson, velkomna í stjórnina.
  1. ÓB bar upp tillögu um eftirfarandi verkaskiptingu stjórnar, G.St.S varaformaður, JKÞ ritari og JSÓ gjaldkeri. Þessi tillaga borin fram í ljósi umræðu á óformlegum fundi meirihluta stjórnar í desember s.l. Tillagan samþykkt samhljóða. Jafnframt var ákveðið að Óskar Sigurpálsson fyrrverandi gjaldkeri ÍSL myndi áfram fara með prófkúru fyrir sambandið og vera starfsmaður þess. Kona JSÓ hefur séð um að fara yfir bóhaldið, stemma af og setja upp ársreikning og formlega verður JSÓ gjaldkeri.
  1. NPM í Maraþoni á Íslandi 2015. ÓB kom með tillögu um að JKÓ og HD yrðu í undirbúningsnefnd ásamt ÓB. Huga þarf að því að ræða við Reykjavíkurmaraþon um samstarfið. Komnar eru þátttökutilkynningar frá Danmörku og Finnlandi. Von á tilkynningu frá Noregi fljótlega. Rætt um að haga undirbúningi kepppenda okkar með sama hætti og fyrir EPM í Austurríki á síðasta ári. Í þessu samhengi var rætt um að Eistar hefðu lýst yfir áhuga á að koma inní norræna samstarfið. Þeim hefur verið boðið að taka þátt í þingi NPIF í Finnlandi í maí. AS kom með tillögu um að ef þeir verða ekki meðlimir NPIF á þinginu muni ÍSL bjóða þeim að senda keppendur á Maraþonmótið sem gestir (1 kona og 1 karl) Þetta samþykkt.
  1. NPM í knattspyrnu í Noregi 2015. Komnar dagsetingar 22. – 26. júní. Ákveðið eftir nokkra umræðu að fá Þormóð Egilsson fyrrverandi lögreglumann og þjálfara liðs ÍSL á síðasta NPM á Sauðárkróki 2011, til að vera þjálfara. Meðan á fundinum stóð var rætt við ÞE í síma og kvaðst hann vilja skoða alvarlega að taka þetta að sér en bað um nokkra daga frest. Ákveðið að KFG, JGS og ÓÖÓ yrðu í knattspyrnunefnd. ÓB hefur gert lauslega kostnaðaráætlun vegna þessa móts upp á 2,5 milljónir sem er þó vægt áætlað.
  1. Önnur mál.
  1. EPM í júdó, búið að tilkynna um þrjá keppendur, rætt hefur verið við Bjarna Skúla, Jón Kr. Þórsson og Gunnar Brynjólf Sigurðsson sem allir hafa lýst áhuga sínum á að vera með. Ákveðið að GG og AS verði í júdónefnd.

  2. Nordic CF Throwdown er mót sem fram á að fara í Malmö dagana 11. – 12. apríl n.k. Mótshaldarar eru Íþróttafélag lögreglunnar á mið og vestur Sjálandi. Hér er um að ræða CrossFit mót fyrir lögreglumenn eingöngu. Þetta mót er ekki á vegum Norræna lögregluíþróttasambandsin, NPIF, hins vegar hefur orðið umræða þar innanborðs um CrossFit sem íþróttagrein innan sambandsins í framtíðinni. Í ljósi þeirrar umræðu hefur Danska lögregluíþrótta-sambandið kynnt þetta mót fyrir öðrum norrænu samböndum. Samþykkt á fundinum að senda 4 einstaklinga á þetta mót til að kynnast þessu uppá framtíðina. Samþykkt að þeim þrem sem eftir eru, í lögreglunni, og voru í Suðurnesjaliðinu sem sigraði á hreystimóti ÍSL 2014, verði boðið að fara á mótið á vegum ÍSL. Einnig að bjóða Rögnu Hjartardóttur að fara á mótið. Hún stóð sig best kvenna á hreystimótinu. Þarna er um að ræða liðakeppni (2 í liði) myndum við þá vera með karla- og blandað lið. ÓÖÓ ætlar að sjá um að ræða við Suðurnesjamennina og JKÞ ætlar að ræða við RH.
  3. ÓB skýrði frá því að s.l. haust hefðu verið pantaðar bindisnælur fyrir ÍSL hjá Ísspor en fyrir miskilning hefði framleiðandinn í Kína einnig gert 50 sett af ermahnöppum. Ísspor bauð ÍSL að fá ermahnappna á kostnaðarverði fyrir 10.000 kr. og hefðu ermahnapparnir verið keyptir.
  4. Styrkbeiðni frá Íþróttafélagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um styrk vegna þátttöku í Öldungamótinu í innanhússknattspyrnu á Akureyri 2014. Upphæð kostnaðar (sem styrktur er) 253.194 kr. gisti- og ferðakostnaður. Eftir allnokkra umræðu var samþykkt tillaga ÓB um að styrkja ÍFL um 125.000 kr. sem er rétt undir 50% sem reglur segja til um.
  5. ÍSL hefur fengið boð um þáttöku í golfmóti í Luxemborg, European police Golf tournament einnig boð á golfmót í Tékklandi, Police World Golf Cup í ágúst 2015, en það er tékkneska lögregluíþróttasambandið í samvinnu við Alþjóða lögregluíþróttasambandið, USIP, sem býður til mótsins. Ákveðið m.a. í ljósi mikilla og kostnaðarsamra verkefna að þiggja ekki þessi boð. Sama á við um boð frá hollenska lögregluíþróttasambandinu um þáttöku í Dutch Open Championship Adventure Race.
  6. KFG spurðist fyrir um það hvort komið hefði beiðni frá ÍFL LRH um styrk vegna líkamsræktaraðstöðunni á Hverfisgötu. ÓB sagði svo ekki vera.
  7. ÓB fór aðeins yfir samning þann sem ÍSL er með við lögregluforlagið. Hann er árangurstengdur uppá fyrstu 6 milljónirnar en síðan til helminga upp í 10 milljónir. ÓB skýrði frá því að stefnt væri að því að hækka 6 m. upp í 7 m. á næsta stjórnarfundi forlagsins í mars. Þá fór ÓB yfir hvaða starfsemi færi fram í forlaginu.
  8. ÓB sagði að loksins væri að komast á hreint með myndamál tengd mótum á heimasíðu ÍSL. Settur hefði verið upp sérstakur mynda hnappur á síðuna og þar verða settar inn myndir frá mótum.
  9. Í lok fundar var boðið uppá pizzur.


           Fundi lauk kl. 18:45                                                 Fundargerð ritaði ÓB

 

 

Scroll to Top