EPC í maraþoni 2018

Hlaupið fór fram í Dublin á Írlandi 28. október s.l. og var hluti af Dublinarmaraþoninu. ÍSL sendi fjóra keppendur: Birgir Már Vigfússon, Samúel A. W. Ólafsson, Ingibjörg Pétursdóttir og Hildur Sunna Pálmadóttir. Guðmundur St. Sigmundsson var fararstjóri og Hálfdán Daðason var liðsstjóri. Hálfdán hafði haft veg og vanda að undirbúningi ferðarinnar en um þjálfunarmálin sá Friðleifur Friðleifsson um og kann ÍSL honum miklar þakkir fyrir.

Scroll to Top