Þing NPSA 2023

Þing NPSA 2023

Fór fram í Stokkhólmi 26. – 28. maí 2023. Fulltrúar ÍSL á þinginu voru Óskar Bjartmarz, Jóhann Karl Þórisson og Kristína Sigurðardóttir. Aður en til þings kom fór fram fundur í tækninefnd NPSA. Fundur tækninefndar fór fram föstudaginn 26. maí og þingið fór fram laugardaginn 27. maí. Hvoru tveggja á aðallögreglustöðinni í Stokkhólmi.
Ekkert stórt lá fyrir þinginu en helst var rætt um ráðstöfun styrksins sem fæst frá sjóðunum tveimur sem tengdir eru Lars Erik Weinås stofnanda lögregluforlaganna. Sjóðirnir munu leggja til 100.000 evrur samtals til mótshaldsins. Rætt var um hvort hluti af þessum styrk færi til að standa straum af ferðakostnaði eða alfarið til mótshaldara. Engin afgerandi ákvörðun tekin en peningarnir verða greiddir beint til sænska sambandsins.
Danir komu með tillögu um að halda óformlegt NPC mót í Padel. Tillagan var samþykkt og stefna danir á að halda mótið 2024. Á ekki von á að ÍSL muni taka þátt í mótinu.
Mótaskrá var yfirfarin og Functional fitness var sett inn sem formlegt NPC mót og fer næsta mót fram í Finnlandi 2025 og síðan á 4 ára fresti.                                                                                                                                                                                                                            Formennska í NPSA færðist frá Svíþjóð yfir til Eistlands í fyrsta skipti. Allar Raja verður formaður stjórnar og Epp Jalakas verður formaður tækninefndar. Óskar Bjartmarz verður fulltrúi ÍSL í stjórn en Jóhann Karl Þórisson verður fulltrúi okkar í tæklninefnd.    Næsta þing NPSA fer fram í Eistlandi 2025.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top