LRH sigraði á Öldungamóti ÍSL í innanhússknattspyrnu 2023

Öldungamót ÍSL í innanhússknattspyrnu 2023  fór fram á Akureyri 27. og 28. október s.l.  Mótið fór fram í íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri. Mótshald í höndum heimamanna þ.e. Jóns Kr. Valdimarssonar og honum til aðstoðar var Guðmundur Svanlaugsson, Gúndi.

Það voru fjögur lið sem mættu til leiks. Suðurnes/Vestfirðir, LRH, Vesturland og heimamenn Norðausturland. Lið heimamanna var ekki löglegt, var of ungt, og því töldu þeirra stig ekki. En þessi þátttaka þeirra er vonandi vísbending um að þeir mæti með lið á næsta landsmót í innanhússkattspyrnu.

Leiknar voru tvær umferðir og gekk á ýmsu. Þegar upp var staðið hafði lið LRH sigur á mótinu með 10 stig. Vesturland varð í öðru sæti með 6 stig  og Suðurnes/Vestfirðir í þriðja sæti með 2 stig. Heimamenn voru með 6 stig en töldust ekki með vegna þess að liðið uppfyllti ekki reglur mótsins.

Verðlaunaafhending fór svo fram á laugardagskvöldið í sal Rauða krossins á Akureyri. Þar voru einnig afhent verðlaun fyrir markahæsta manninn sem var Guðni Páll Kristjánsson LRH sem skoraði 11 mörk. Liðsstjórar völdu síðan Þorberg Yngvar Sævarsson besta leikmanninn. Oddur Ólafsson tók við verðlaunum þeirra þar sem þeir voru farnir í bæinn. Markahæsta liðið var LRH með 27 mörk skoruð.

Leikir Sigrar Jafntefli Töp MS MF MM STIG
LRH 6 4 2 0 27 18 9 10
Vesturland 6 2 2 2 21 16 5 6
Norðurland eystra 6 2 2 2 20 22 -2 6
Suðurnes/Vestfirðir 6 1 0 5 18 30 -12 2
86

 

Óskar Bjartmarz                                                                                                                                                                                                                      formaður ÍSL

Scroll to Top