Landsmót lögreglumanna í skotfimi 2023

Landsmót lögreglumanna í skotfimi ársins 2023 fór fram dagana 15. – 16. febrúar 2024. Keppt var í þremur greinum, Loftskammbyssu, Opnum flokki (Sportbyssa), og með Glock byssu. Mótið fór fram í skotsalnum í Digranesi. Mótsstjórn var í höndum Jóns S. Ólasonar gjaldkera ÍSL og Þóris Ingvarssonar. Það voru 13 keppendur í allt sem tóku þátt í mótinu frá 4 embættum. Sennilega fámennasta landsmót lögreglumanna í skotfimi frá upphafi, sem er svolítið undarlegt miðað við alla þá skotþjálfun sem lögreglumenn- og konur fengu á síðasta ári. Ljósi punkturinn í þessu öllu var samt þáttakan frá lögreglunni á Suðurlandi en þar á Magnús Ragnarsson lögreglumaður hjá embættinu, allan heiður af, Uppbygging hans með skotfimi á Suðurlandi nær reyndar út fyrir lögregluna. Hafi hann þakkir fyrir störf sín.

Skemmst er frá því að segja að Magnús sigraði í öllum greinum mótsins og sveitir Suðurlands sigruðu sveitakeppnir í öllum greinum. Frábær árangur það.

Fyrst var keppt í Loftskammbyssu þar sem 8 tóku þátt.

Úrslit:

1 Magnús Ragnarsson LSL 13:00 88 91 89 92 87 89 536
2 Jón Arnar Sigurþórsson LVL 13:00 82 85 87 86 88 87 515
3 Þórir Ingvarsson LRH 13:00 85 89 83 85 89 84 515
4 Þórarinn Þórarinsson LRH 13:00 86 85 88 83 80 88 510
5 Guðbjörg Viðja Antonsdóttir LSL 13:00 84 81 84 78 83 88 498
6 Kristján Ingi Hjörvarsson LVL 13:00 86 83 80 80 70 79 478
7 Jón S. Ólason LVL 13:00 67 72 89 80 55 78 441
8 Benedikt Bjarni Níelsson LSL 13:00 58 81 80 73 81 61 434

 

Frá vinsri Jón A. Sigurþórsson, Magnús Ragnarsson og Þórir Ingvarsson

Sigursveitin: Frá vinstri Magnús Ragnarsson, Benedikt B. Níelsson og Guðbjörg V. Antonsdóttir

Næst var keppt í Opnum flokki en rétt nefnið er reyndar Sportbyssa.  Þar voru 5 keppendur.

Úrslit:

1 Magnús Ragnarsson LSL 15:00 1 83 89 91 89 89 87 528
2 Þórir Ingvarsson LRH 15:00 1 82 82 90 72 76 73 475
3 Þórarinn Þórarinsson LRH 15:00 1 79 87 71 73 74 67 451
4 Benedikt Bjarni Níelsson LSL 15:00 1 66 72 51 69 59 82 399
5 Guðbjörg Viðja Antonsdóttir LSL 15:00 1 82 81 82 61 28 45 379


Frá vinstri: Þórir Ingvarsson, Magnús Ragnarsson og Þórarinn Þórarinsson

Sigursveitin: Frá vinstri Guðbjörg V. Antonsdóttir, Benedikt B. Níelsson og Magnús Ragnarsson

Föstudaginn 16. febrúar var keppt í Glockbyssu. Þar voru 12 keppendur.

Úrslit:

Keppandi: Embætti: Riðill 10m 25m 20m 15m 10m Samtals
Magnús Ragnarsson LSL 2 83 78 92 99 90 442
Kristján Ingi Hjörvarsson LVL 3 93 87 94 96 60 430
Margrét H. Sigurbjargardóttir LSL 2 74 87 72 94 60 387
Sandra Hrönn Arnardóttir LRH 3 34 82 91 93 80 380
Ásmundur Kr. Ásmundsson LVL 1 67 86 67 95 30 345
Gunnar Sch. Thorsteinsson RLS 3 38 85 83 84 50 340
Þórir Ingvarsson LRH 2 61 70 79 89 30 329
Þórarinn Þórarinsson LRH 3 57 76 73 98 10 314
Stefán Haukur Hjörleifsson LRH 1 45 57 69 87 40 298
Benedikt Bjarni Níelsson LSL 2 82 55 48 91 20 296
Ási Þórðarson LRH 1 37 16 70 83 50 256
Jón Arnar Sigurþórsson LVL 3 69 5 72 70 10 226

Frá vinstri: Margrét H. Sigurbjargardóttir, Magnús Ragnarsson og Kristján I. Hjörvarsson

Sigursveitin: Frá vinstri Magnús Ragnarsson og Margrét H. Sigurbjargardóttir, Á myndina vantar Benedikt B. Níelsson

Ég vil að lokum þakka Jóni S. Ólasyni og Þóri Ingvarssyni fyrir mótshaldið en landsmótið 2024 á að fara fram í haust.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top