Undanúrslit og úrslit fóru fram mánudaginn 18. september á Urriðavelli í Heiðmörk. Veður var með eindæmum gott miðað við árstíma. Sólskin mest allan daginn þó stundun drægi ský fyrir sólu, logn og upp í 12 stiga hiti.
Það voru 16 sem tilkynntu þátttöku í mótinu í upphafi og því þurfti ekki að fara fram undankeppni. Að lokum voru það þeir Óskar Halldórsson, Friðrik K. Jónsson, Páll Theodórsson og Halldór Björn Malmberg sem stóðu eftir þegar kom að undanúrslitum.
Undanúrslitin voru 9 holur og drógust saman Páll gegn Óskari og Halldór gegn Friðriki.
Leikar fóru þannig að Óskar sigraði Pál 2/1 og Halldór sigraði Friðrik 3/2.
Páll og Friðrik léku því um 3ja sætið og Óskar og Halldór um 1sta sætið. Leiknar voru 18 holur.
Eftir 9 holur voru Páll og Friðrik jafnir. Á seinni 9 náði Friðrik að komast 2 holur yfir en þegar komið var á 17. holu var Friðrik 1 holu yfir. Friðrik vann þá holu og þar með var hann búinn að vinna leikinn 2/1.
Eftir 9 holur átti Óskar 2 holur á Halldór. Hann náði að komast 3 holur yfir á 13. brautinni. Eftir 16 holur var Óskar með 2 holur yfir. Halldór neitaði að játa sig sigraðan. Hann vann bæði 17. og 18. holuna og voru þeir jafnir að loknum 18 holum. Því þurfti að leika bráðabana. Hann var leikinn á 10. og 11. holu. Þeir voru jafnir á 10 holunni en þá 11. sigraði Halldór og því Holumeistari ÍSL í golfi 2023.
- Halldór Björn Malmberg
- Óskar Halldórsson
- Friðrik K. Jónsson
- Páll Theodórsson
Að loknum bráðabana fór fram verðlaunaafhending.
Jóhann Karl Þórisson varaformaður ÍSL sá um mótið eins og áður en hann og undirritaður sáu um undanúrslitin og úrslitin.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL