Þing NPSA 2019

Þing Norræna lögregluíþróttasambandsins, NPSA, fór fram í Kaupmannahöfn föstudaginn 11. maí s.l. F.h. ÍSL sóttu þingið  þeir Óskar Bjartmarz. Jóhann Karl Þórisson og Jón S. Ólason. Samþykkt var tillaga ÍSL um að hafa ekki ákveðna tölu innáskiptinga á NPC í knattspyrnu. En á þinginu kom fram að staða lögregluíþrótta í Finnlandi er á mjög viðkvæmum stað og jafvel líkur á að það leggist af í núverandi mynd og að Finnar verði ekki með á NPC mótum í nánustu framtíð. Formennska í NPSA færðist til Íslands. Óskar Bjartmars er nú formaður sambandsins í fjórða sinn. Jóhann Karl Þórisson er formaður tækninefndar sambandsins og Jón S. Ólason er ritari beggja stoðanna. Næsta þing fer því fram á íslandi 2021. NPSA verður 50 ára þann 13. desember 2019 og á þinginu kom upp sú hugmynd að halda upp á þessi tímamót með einhverjum hætti og var Íslandi falið að útfæra þá hugmynd.

Scroll to Top