Landsmót ÍSL í innanhússknattspyrnu 2019

Mótið fór fram í íþróttahúsinu við Austurberg föstudaginn 10. maí. s.l. og var mótshald í höndum RLS. Til leiks mættu 6 lið en lengi vel leit út fyrir að þau yrðu fleiri en t.d. hætti eitt lið við þátttöku aðeins 2 dögum fyrir mót. Það var annað af liðum, mótgshaldaranna, RLS sem sigraði á mótinu. Í öðru sæti varð lið LRH2 og í þriðja sæti lið RLS Old Boys, Suðurnes varð í fjóða sæti, LRH1 í fimmta sæti og lið LRH konur varð í sjötta sæti. Kvennaliðið stóð alveg fyrir sínu enda er mikill hugur í lögreglukonum með þátttöku í norðurlandamóti í knattspyrnu í Eistlandi í júní n.k.. Allt um úrslit og markaskorun kemur undir Úrslit móta – Landsmót.

Scroll to Top