Mótið fór fram á Akureyri 8. – 9. mars 2019 og það voru 5 lið sem mættu til leiks. Norðurland, Suðurnes, Héraðssaksóknari, LRH umferðardeild og LRH/Vesturl./Vestf./RLS þ.e. sameiginlegt lið starfsmanna þessara fjögurra embætta. Þetta bræðingslið sigraði síðan mótið. Guðmundur Baldursson, Mutti, mætti til leiks með Suðurnesjum og þó hann sé að fara á eftirlaun á þessu ári þá sýndi hann og sannaði að lengi lifir í gömlum glæðum. Hann var síðan heiðraður í mótslok en hann tók þátt í fyrsta landsmóti lögreglumanna sem fram fór í Hafnarfirði 1976 og verið með á ófáum landsmótum bæði því yngra og eldra. Jón Arnar Sigurþórsson Vesturlandi, liðsmaður í bræðingnum, var valinn besti leikmaðurinn en hann varð jafnframt markahæstur. Stefnt er að næsta móti í september og að þá verði keppt á gervigrasinu í Boganum á Akureyri. Allt um úrslit kemur undir flipann Úrslit móta. Myndir eru komnar inn undir flipann Myndir en þar eiga eftir að bætast við myndir sem teknar voru af Gabríeli Ómari Logasyni (Haraldur Logi Haraldsson faðir hans)