Fór fram laugardaginn 02. desember 2018 í Sporthúsinu í Reykjanesbæ, húsnæði CrossFit Suðurnes. Það voru 5 karlalið og 5 kvennalið sem tilkynntu um þátttöku en eitt karlaliðið varð að hætta við þátttöku vegna útkalls í vinnu. Að þessu sinni var var útreikningur með þeim hætti að besti árangurinn gaf fæst stig. Í kvennaflokki sigruðu þær Þóra Björk Þorgeirsdóttir og Sandra Hrönn Árnadóttir (LRH) með 7 stig. Í öðru sæti urðu þær Birna Blöndal Sveinsdóttir og Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir (LRH) einnig með 7 stig. Í þriðja sæti urðu þær Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Katrín Ýr Árnadóttir (LSS/LRH) með 11 stig. Í karlaflokki sigruðu þeir Atli Barðason og Finnur Kristjánsson (LSS) með 6 stig. Í öðru sæti urðu Ingólfur Birgir Sigurgeirsson og Gunnar Ingi Þorsteinsson (LRH) með 7 stig. Í þriðja sæti urðu þeir Viggó Helgi Viggósson og Aron Freyr Kristjánsson (LSS) með 12 stig. Hitann og þungann af mótshaldinu bar Viggó Helgi Viggósson Suðurnesjum og kann ÍSL honum miklar þakkir fyrir.
Bestu keppendurnir voru kjörnir.
KVK: Birna Blöndal Sveinsdóttir (LRH)
KK: Ingólfur Birgir Sigurgeirsson (LRH)