Þing ÍSL 2022/2023

Fór fram laugardaginn 22. apríl 2023 en það átti að fara fram í september/október 2022. Vegna annríkis var því frestað. Af 11 aðildarfélögum/nefndum innan ÍSL mættu 18 fulltrúar frá 7 félögum/nefndum á þingið. Einnig voru á þinginu Óskar Bjartmarz formaður og Hálfdán Daðason stjórnarmaður ÍSL. Hólmsteinn Gauti Sigurðsson framkvæmdastjóri LL var gestur á þinginu.

Engar tillögur lágu fyrir þinginu og gekk það því fljótt og vel fyrir sig.

ÓB flutti skýrslu stjórnar:
Árið 2021 var rólegt vegna Covid 19. Aðeins tvö landsmót fóru fram í golfi og holukeppni ÍSL önnur mót fóru ekki fram. Þá fór aðeins fram eitt NPC mót í Ratleikni í Stokkhólmi í Svíþjóð sem við tókum ekki þátt í og eitt EPC mót í Víðavangshlaupi í Óðinsvéum í Danmörku sem við tókum ekki þátt í.
Árið 2022 fóru fram þrjú landsmót í skotfimi, golfi og holukeppni í golfi. Innanhússknattspyrnumótin fóru ekki fram.
Stærsta verkefnið var að halda hér á landi NPC í skotfimi sem fran fór í maí í Reykjavík og Kópavogi. Keppendur voru um 50 frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Eistlandi. Finnar urðu að draga sína þátttöku til baka vegna Covid19 ráðstafana þar í landi.
Keppt var í Loftbyssu – karla- og kvennaflokki
Loftriffli – karla- og kvennaflokki
Frí riffli, 60 skot liggjandi – karla- og kvennaflokki
Frí riffll, þrístaða. – karla- og kvennaflokki
Þjónustuvopni – karla- og kvennaflokki
Standard Pistol – karla- og kvennaflokki
Sport pistol – kvennaflokki Center
Fire Pistol – karlaflokki Pistol 50 m. – Unisex

Við vorum með 9 keppendur þar af 3 konur. Við eignuðumst fyrsta Norðurlandameistarann í skotfimi en Kristján Ingi Hjörvarsson sigraði í þjónustuvopni er hann náði í 463 stig. Við sigruðum einnig í sveitakeppninni, sveit okkar var skipuð þeim Kristjáni, Magna Hafsteinssyni og Magnúsi Ragnarssyni en þeir voru með 1.359 stig. Keppnin með þjónustuvopni er tilkomin að frumkvæði ÍSL sem lagði fram tillögu um það á þingi NPSA. NPC í handbolta kvcnna og karla fór fram í Stokkhólmi í maí. 2023. Við vorum með bæði karla og kvennalið en árangur var ekki góður en í takt við þann mannskab sem við höfum. NPC í golfi fór fram í Stavanger í Noregi í september. Við voru með keppendur bæði í karla- og kvennaflokki, 6 og 3. Besta árangri náði Hekla Ingunn Daðadóttir nemi í MSL en hún náði í 3ja sæti. EPC í körfuknattleik karla fór fram í Limoges í Frakklandi í júní. Skemmst er frá því að segja að þar náðum við besta árangri okkar á evrópumótum í körfuknattleik eða 4rða sæti. Frábær árangur hjá liðinu. EPC í maraþoni fór fram í október í Eindhoven í Hollandi. Við vorum þar með tvo keppendur, einn karl og eina konu. Árangur í takt við það sem reiknað var með.
Þing NPSA og USPE fóru fram á árinu 2022. Á þingi NPSA skilaði Ísland af sér formennsku í stjórn og tækninefnd sambandsins. Á þingi USPE átti ÍSL tvær tillögur sem náðu ekki fram að ganga en sneru að skoðunarmönnum reikninga sambandsins.

Að lokinni skýrslu formanns var komið að gjaldkeranum Jóni S. Ólasyni að fara yfir reikninga sambandsins fyrir árið 2020 og 2021.
2020:
Tekjur: 6.316.196 kr.
Gjöld: 2.063.267 kr.
2021:
Tekjur: 5.361.071 kr.
Gjöld: 1.995.015 kr.
Eigið fé í lok árs 2021 var 13.141.823 kr.
Þessi ár voru róleg vegna Covid19 ástandsins en framundan er kostnaðarsamt ár 2022. stór verkefni. ÓB sagði frá því að ÍSL væri aftur komið með samning við Dómsmálaráðuneytið um árlegt fjárframlag til ÍSL. Ber að þakka það Jóni Gunnarssyni ráðherra sem studdi beiðni ÍSL um slíkan samning mjög dyggilega.

Stjórnarkjör.
Eftirtalin voru sjálfkjörin í stjórn næsta tímabil sem lýkur í september/október 2024: Jóhann Karl Þórisson, Jón S. Ólason, Jón Gunnar Sigurgeirsson, Hafdís Björk Albertsdóttir, Kristína Sigurðardóttir, Kjartan Ægir Kristinsson, Kristján Fr. Geirsson, Ólafur Örvar Ólafsson ásamt Guðjóni Rúnari Sveinssyni sem kemur nýr inn í stjórn. Hálfdán Daðason gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Til stóð að fækka um einn í stjórninni við brotthvarf Hálfdáns en því var frestað. Því eru áfram 10 í stjórn með formanni. Óskar Bjartmarz var endurkjörinn formaður þó svo að hann væri komin kominn á eftirlaun og ekkert sjálfgefið að hann yrði áfram. Það var eindreginn vilji þingfulltrúa að hann yrði áfram og varð undirritaður við því.
Hálfdán Daðson var kjörinn heiðursfélagi ÍSL á þinginu.
Að loknu þingi fór fram afhending heiðursmerkja ÍSL nokkrir aðilar kvaddir og þakkað fyrir vel unnin störf fyrir ÍSL.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top