Heiðursviðurkenningar og fl.

Að loknu þingi ÍSL 2022/2023 fór fram afhending heiðursmerkja ÍSL nokkrir aðilar kvaddir og þakkað fyrir vel unnin störf fyrir ÍSL.

Hálfdán Daðason var að hætta í stjórn ÍSL en hann hafði verið stjórnarmaður frá árinu 1988. Þar af gjaldkeri frá árinu 1988 til 2000. Honum voru afhentur platti og guðaveigar. Á þinginu var Hálfdán gerður að heiðursfélaga ÍSL.

Valgarður Valgarðsson og Birgir St. Jóhannsson voru heiðraðir fyrir störf sín sem þjálfarar handknattleiksliðs ÍSL.

Báðir voru þeir í liði ÍSL á evrópumótinu 1984 í Vichy í Frakklandi þegar við urðum Evrópumeistarar.

Valgarður Valgarðsson
Hann hefur verið þjálfari karlaliðs ÍSL í handknattleik síðan 1994 á NPC í Stavanger eða á 8 NPC mótum og 2 mótum Norrænu sakamálabókarinnar. Á mótinu 1998 í Reykjavík var hann einnig leikmaður og á mótinu í Hafnarfirði 2009 gerði hann liðið að Norðurlandameisturum í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst.  Hann lék fyrst fyrir ÍSL í undankeppni, fyrir evrópumótið 1988 í Vichy í Frakklandi, í leik gegn Sviss. Hann lék 21 leik fyrir ÍSL í handknattleik og einn í knattspyrnu á NPC í Vordingborg 1987.

Birgir St. Jóhannsson
Gerðist aðst. þjálfari hjá Valgarði á bókamóti Norrænu sakamálabókarinnar árið 2000. Hann hefur verið aðst. þjálfari á tveimur bókamótum og 3 NPC mótum. Á síðustu þremur NPC mótum 2013 – 2017 og 2022 voru þeir báðir þjálfarar. Birgir St. Jóhannsson lék 15 leiki fyrir ÍSL í handknattleik og 2 í knattspyrnu. Hans fyrsti leikur var á NPC í knattspyrnu 1983 í Osló.

Þeir fengu afhenta mynd að liði ÍSL sem varð Norðurlandameistari undir þeirra stjórn 2009 og guðaveigar um leið og þeim var þakkað fyrir þeirra frábæra starf fyrir ÍSL.

Atli Már Sigurðsson
Hætti á þinginu sem skoðurnamaður reikninga en hann hafði verið í þeirri stöðu frá árinu 2004. Hann gat ekki mætt en fékk seinna afhentar guðaveigar.

Þá var komið að afhendingu heiðursmerkja ÍSL. Eftirtaldir aðilar fengu afhent heiðurmerki ÍSL ýmist í bronsi, silfri eða gulli. Nokkrir gátu ekki mætt og hefur þeim verið afhent sitt merki eða verður gert.

Bronsmerki
Egill Egilsson RLS
Elín Hrafnsdóttir LRH
Guðbrandur Hansson LRH
Gylfi Þór Gíslason LVF
Hinrik Konráðsson LVL
Jóhanna Skjönhaug LSS
Jón Arnar Sigurþórsson LVL
Katrín Vilhjálmsdóttir LNE
Kristján Kristjánsson LNE
Magni Hafsteinsson RLS
Magnús Ingi Hjálmarsson LRH
Magnús Pálsson RLS
Vignir Elísson LSS
Þórir Björgvinsson LVL
Silfurmerki
Andri Fannar Helgason LRH
Arngrímur Guðmundsson LSS
Halldór Halldórsson RLS
Hannes Guðmundsson LRH
Jón Þór Eyþórsson RLS
Trausti Freyr Jónsson LL
Gullmerki
Birgir Hilmarsson RLS
Birgir Már Vigfússon RLS
Guðbrandur Sigurðsson LRH
Guðmundur Ómar Þráinsson RLS

Óskar Bjartmarz
Formaður ÍSL

Scroll to Top