Landsmót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu Stykkishólmi 31 mars – 01 apríl 2023

Lið LRH sigurvegar mótsinsUndirbúningur fyrir þetta landsmót byrjaði í raun veturinn 2020. Þá var áætlað að spila mótið á Akranesi í Akranesh0llinni. Vegna Covid var þeim viðburði eins og mörgum öðrum viðburðum aflýst. Aftur var reynt 2022 en vegna lítillar þáttöku var því frestað til vorsins 2023.  Þegar mótið var svo auglýst þá kom fram mikill áhugi fyrir mótinu og ætluðu menn að láta hendur standa fram úr ermum. Mótið var sett á í Stykkishólmi  helgina 31. mars til 01. apríl. Mót sem haldin hafa verið í Stykkishólmi hafa yfirleitt verið vel sótt og menn ánægðir með  staðsetningu.  Þegar farið var yfir þáttökutilkynningar kom í ljós að 4. lið höfðu skráð sig til leiks. Lið frá LRH, Suðurnesjum og svo tvö lið frá heimamönnum á Vesturlandi. Ákveðið var að spila tvöfalda umferð og hefja leik seinnipartinn á föstudeginum og svo klára mótið á laugardeginum.

Það var góður hópur lögreglumanna sem mætti í íþróttahúsið í Stykkishólmi á föstudeginum til þess að keppa sín á milli. Menn voru greinilega mættir til þess að hafa gaman. Eftir fyrri daginn voru úrslit nokkuð jöfn og stefndi í harða og jafna keppni.  Það átti nú eitthvað eftir að breytast næsta dag því að liðsmenn LRH höfðu eitthvað sofið betur en hinir og völtuðu þeir yfir andstæðinga sína í þeim leikjum sem spilaðir voru á laugardeginum.  LRH sigraði mótið með yfirburðum og á eftir þeim komu Suðurnesjamenn. Heimamenn sem voru frekar gjafmildir á mörk sem gestgjafar, deildu með sér botninum.

Þetta mót var mjög vel spilað og umtalað hversu prúðmannlega það var leikið. Var mikið rætt um að ástæða þess gæti hafa verið vegna nokkurra leikmanna sem mættu ekki til leiks. Mótstjórn valdi lið Suðurnesja sem prúðasta lið mótsins.

Haldið var lokahóf á Narfeyrarstofu á laugardeginum. Hefð er fyrir því að menn komi saman um kvöldið á síðasta degi og velji þar besta mann mótsins og markahæsti maður mótsins fái þar einnig verlaun. Áður en farið var í það að snæða dýrindis lambakjöt þá var Davíð Fannar Ragnarsson, liðsmaður LRH, kjörinn maður mótsins. Vil ég einnig taka það fram að langelsti maður mótsins hlaut einnig atkvæði í kjörinu. Það var leikmaður Vesturlands, Þórir Björgvinsson.  Davíð Fannar Ragnarsson hlaut einnig verðlaun fyrir markahæsta mann mótsins og á eftir honum komu Andri Þór Sólbergsson, Suðurnesjum og Trausti Freyr Jónsson, Vesturlandi.

Á lokahófinu var einnig kynnt hverjir yrðu næstu mótshaldarar. Kynnt var að Suðurnesjamenn munu halda næsta mót, árið 2024. Strax á lokahófinu fóru Suðurnesjamenn að sjálfsögðu í skipulagningu á næsta móti og var Færeyjum fleygt fram sem næsta mótsstað.  Og sama á hvaða stað Suðurnesjamenn halda næsta mót vil ég hvetja alla þá sem geta mætt á mótið þeirra að gera það. Þessi mót hafa ekki bara verið vettvangur fyrir lögreglumenn til þess að koma saman og keppa á móti öðrum lögreglumönnum, heldur hefur þetta einnig verið vettvangur til þess að koma saman, hittast og hafa gaman.  Mótstjórn vill þakka þeim sem komu og skemmtu sér með okkur í Stykkishólmi.

Takk fyrir

f.h. Mótstjórnar
Arnar Geir Magnússon

Scroll to Top