Mótið fór fram í Boganum á Akureyri, 8. og 9. nóvember 2024 og keppt var á gervigrasi. Það voru fjögur lið sem mættu til leiks. Heimamenn þ.e. lögreglan á Norðurlandi eystra, LRH, Suðurnes og Vesturland.
Það lá ljóst fyrir að aðeins tvö liðanna væru skipuð samkvæmt reglum um 35 ára og eldri, þ.e. LRH og Vesturland en niðurstaðan varð sú að öll liðin töldust lögleg. Það var talið mikilvægara að mótið gæti farið fram en að ekki yrði að mótshaldi. Það má geta þess að bæði Suðurnes og LRH voru aðeins með 5 leikmenn hvort lið. Það er að þau höfðu engann skiptimann, en Suðurnesjamenn höfðu Hjálmar Hallgrímsson með sem liðsstjóra.
Mótið hófst á föstudagskvöldið og lauk eftir hádegi á laugardeginum en leiknar voru tvær umferðir.
Úrslit:
Leikir | Sigrar | Jafntefli | Töp | MS | MF | MM | STIG | |
Suðurnes | 6 | 5 | 1 | 0 | 26 | 15 | 11 | 11 |
LRH | 6 | 4 | 1 | 1 | 29 | 15 | 14 | 9 |
Norðurland eystra | 6 | 2 | 0 | 4 | 17 | 26 | -9 | 4 |
Vesturland | 6 | 0 | 0 | 6 | 9 | 25 | -16 | 0 |
Markahæstu menn | Mörk |
Kristmundur Kristjánsson | 11 |
Andri Þór Sólbergsson | 8 |
Andri Fannar Guðmundsson | 7 |
Guðjón Rúnar Sveinsson | 7 |
Kristján Freyr Geirsson | 6 |
Besti leikmaðurinn valinn af liðsstjórum liðanna: Kristmundur Kristinsson LRH.
Markahæsti leikmaðurinn með 11 mörk Kristmundur Kristinsson LRH.
Markahæsta liðið. LRH með 29 mörk
Lokahóf fór fram í Rauðakross salnum á Akureyri og gekk vel fyrir sig.
Eins og áður var það Jón Kr. Valdimarsson aðalvarðstjóri á Akureyri sem hafði veg og vanda af mótshaldinu og vil ég f.h. ÍSL þakka Jóni og hans liði fyrir gott mótshald.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL