Þing USPE 2024

Fór fram í Þesalóniku í Grikklandi 02. nóvember s.l.  f.h. ÍSL sóttu Óskar Bjartmarz formaður og Jóhann Karl Þórisson varaformaður þingið.

Á þinginu lá fyrir tillaga um að USPE yrði skráð  í Sviss en stjórnin ákveddi nánari staðsetningu þar, áður var sambandið skráð þar sem ritari hafði hafði aðsetur. Þar sem þjóðverjar voru að segja sig frá því að vera með ritara og skrifstofu USPE ákvað stjórn USPE að leggja fram tillögu um fast aðsetur USPE óháð því hvar skrifstofan væri. Tillagan var samþykkt.

Þegar framboðsfrestur rann út 1. ágúst s.l. var engin frambjóðandi kominn fram í stöðu ritara. Áður en til þings kom lýsti Búlgaría því yfir að þeirra samband væri tilbúið að taka að sér skrifstofuna og að bjóða fram ritara. Á þinginu var Ivo Velchev frá Búlgaríu kosinn ritari.

Tillaga frá Ítalíu um að Carabinieri lögreglumenn hefði keppnisrétt á mótum USPE. Þessi tillaga var tekin fyrir í stjórn USPE sem lagði til við þingið að þessi tillaga yrði samþykkt. Innan raða USPE hefur á undanförnum árum verið mikil umræða um það hverjir hafi keppnisrétt á mótum USPE og í lögum sambandsins er skýrt kveðið á um að herlögreglumenn hafi ekki keppnisrétt.  Mjög undanlegt að stjórnin skyldi vilja láta samþykkja þessa tillögu. Á þinginu tók fyrrverandi formaður USPE Luc Smeyers frá Belgíu, sem einnig er heiðursfomaður USPE, til máls og lagðist gegn tillögunni á þeim grundvelli að Carabiniere lögreglumenn væru herlögreglumenn og ef því ætti að breyta þyrfti að breyta lögum sambandsins. Undirritaður tók undir þessi sjónarmið hjá Luc og niðurstaðan varð sú að Luc lagði til að tillögunni yrði vísað frá sem að var samþykkt með megin þorra atkvæða.

Andreas Röhner fráfarandi ritari var síðan kjörinn varaformaður, hafði þar betur gegn Vladislav Húsák frá Tékklandi sem var síðan kosin í stjórn. Ellen Mari Burheim frá Noregi er hinn varaforsetinn og á tvö ár eftir. Fulltrúi norðurlandaþjóðanna Kadi Veervald frá Eistlandi var kosin í stjórn.

Áður en til þings USPE kom, héldu norðurlandaþjóðirnar fund. Þar var samþykkt að þjóðirnar í sameiningu myndu halda uppá 75 ára afmæli USPE í lok ársins 2025 og í Eistlandi. USPE mun leggja til 45.000 evrur til þessara hátíðahalda.

Finnar eru í slæmum málum um þessar mundir en ríkislögreglustjórinn í Finnlandi hefur tilkynnt finnska sambandinu að hann muni ekki leggja því til fjármagn á næsta ári 2025 og jafnvel ekki heldur 2026. Íþróttastarf lögreglumanna í Finnlandi er greitt af embætti ríkislögreglustjóra og sambandinu óheimilt að afla fjár frá fyrirtækjum. Marko Törmånen formaður í finnska sambandinu mun hætta í stjórn á þingi þess í janúar og óvíst um framhald íþróttastarfs lögreglumanna í Finnlandi.

Ózkar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top