Sigurbjörn Þorgeirsson Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2022

Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 21. júlí 2022. Mótshald í höndum heimamanna ÍLF/Akureyri. Til leik mættu 32 keppendur þar af 4 gestir og keppni fór fram í kvennaflokki. Blíðskaparveður var allan daginn.
Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2022 varð Sigurbjörn Þorgeirsson LNA á 80 höggum. Í öðru sæti varð Friðrik Kr. Jónsson. LSS á 81 höggi og í þriðja sæti varð gamla kempan Hilmar Theodórsson LSS á 85 höggum. Það voru 8 keppendur í A flokki.
Í kvennaflokki sigraði Rebekka Heimisdóttir LVL með 35 punkta. Það voru 4 keppendur í flokknum þar af einn gestur.
Í B flokki sigraði Róbert Sigurðarson með 34 punkta.
C flokk sigraði Halldór Björn Malmberg LRH með 28 punkta.
D flokk sigraði heimamaðurinn Hermann Karlsson með 33 punkta.
Öldungaflokk sigraði Friðrik Smári Björgvinsson Héraðssaksóknara með 31 punkt.
Heldrimanna flokk sigraði Óskar Þór Sigurðsson með 31 punkt. Það voru 3 keppendur í flokknum.
Sveitakeppnina sigruðu Suðurnesjamenn þeir Friðrik Kr., Hilmar og Róbert á 255 höggum. Keppt var um nýjan bikar sem gefinn var af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra Páley Borgþórsdóttur.
Verðlaunaafhending fór fram í golfskálanum og endaði með sameiginlegum kvöldverði. Veitt voru verðlaun fyrir að vera næstur holu á par 3 brautum. Hola 4 Sigurbjörn Þorgeirsson 4,85 m. Hola 8 Egill Egilsson 4,37 m. Hola 11 Birgir Már Vigfússon 0,62 cm. Hola 14 Jón Arnar Sigurþórsson 6,52 m. Hola 18 Friðrik Kr. Jónsson 2,19 m.
Ég vil f.h. ÍSL þakka heimamönnum fyrir frábært mótshald.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

 

Scroll to Top