Úrtökumót fyrir val á landsliði ÍSL í golfi 2022

Ákvörðun um lið ÍSL í karlaflokki fyrir norðurlandamót lögreglumanna í Stavanger í Noregi í september 2022 var eftirfrandi. Ákveðið að halda tvö úrtökumót og síðan að landsmót ÍSL yrði þriðja mótið sem menn hefðu til að taka þátt í og komast í liðið. Besti árangur hjá 5 í tveimur af þessum þremur mótum gæfi sæti í liðinu. Liðsstjórinn myndi síðan velja í eitt sæti. Á öllum mótunum var leikið af öftustu teigum (hvítir teigar).

Fyrra úrtökumótið fór fram í Leirunni á Suðurnesjum 28. júlí. Það voru 7 sem mættu til leiks. Birgir Már Vigfússon, Friðrik Kr. Jónsson, Páll Theodórsson, Trausti Fr. Jónsson, Hilmar Th. Björgvinsson, Hinrik Konráðsson og Annel Þorkelsson.

Seinna mótið var hluti af meistaramóti GLR og fór fram þann 04. ágúst á golfvellinum í Kiðjabergi þar sem 7 tóku þátt. Birgir Már Vigfússon, Friðrik Kr. Jónsson, Páll Theodórsson, Trausti Fr. Jónsson, Hilmar Th. Björgvinsson og Hinrik Konráðsson. Að loknum þessum mótum var ljóst hverjir skipuðu lið ÍSL. Sjá grein um norðurlandamótið.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top