Sigurbjörn sigraði holukeppni ÍSL í golfi 2016

Það voru 18 sem hófu leik í holukeppni ÍSL 2016. Í undanúrslitin komust Aldís Hilmarsdóttir, Sigurbjörn Þorgeirsson, Friðrik K. Jónsson og Óskar Halldórsson. Undanúrslit og úrslit voru leikin mánudaginn 12. september á Urriðavelli við Heiðmörk. Dregið var um hverjir léku saman. Friðrik og Aldís léku saman, Friðrik sigraði 4 -3. Óskar og Sigurbjörn léku í hinum leiknum. Þar sigraði Sigurbjörn 3 – 2. Þetta þýddi að Óskar og Aldís spiluðu um þriðja sæti. Óskar sigraði 4 – 3. Til úrslita léku Sigurbjörn og Friðrik. Þar var um hörku keppni að ræða, Friðrik átti 2 holur á Sigurbjörn eftir 11 en á 15 var staðan orðin jöfn. Sigurbjörn sigraði síðan 17 holu og Friðrik þá 18 holu. Þar með voru þeir jafnir og því þurfti að leika áfram í bráðabana. Báðir misstu upphafshöggið út i röff en þar munaði því að Sigurbjörn fann sína kúlu en Friðrik ekki.  Sigurbjörn vann holuna (1 hola vallarins) og stóð þar með uppi sem sigurvegari í holukeppni ÍSL 2016.

Scroll to Top