Norðurlandamót lögreglumanna í skotfimi 2016

Fór fram í Tallin í Eistlandi 15. – 19. september s.l. Nú hafa norðurlandamótin ekki lengur skammstöfunina NPM heldur NPC þar sem lög og reglur eru nú allar á ensku eftir innkomu Eistlendinga í norræna sambandið.

Íþróttasamband Lögreglumanna, ÍSL, sendi 6 keppendur á mótið: Gísli Þorsteinsson, LRH, keppti í loftbyssu, Eiríkur Ó. Jónsson, RLS, keppti í grófbyssu. og í staðlaðri skammbyssu, Ólafur Egilsson, RLS, keppti í loftbyssu, grófbyssu. og í staðlaðri skammbyssu. Þórir Ingvarsson, LRH, keppti í í grófbyssu. og í staðlaðri skammbyssu. Kristján Ingi Hjörvarsson, Vesturlandi, keppti í grófbyssu. Kristína Sigurðardóttir, Suðurnesjum, keppti í sportbyssu og loftbyssu. Þá fóru með hópnum Jóns S. Ólason, Vesturlandi, sem þjálfari, Guðmundur St. Sigmundsson, LRH, sem liðsstjóri og Óskar Bjartmarz, Austurlandi, sem fararstjóri.

Kristína náði bestum árangri, í okkar hópi, en hún komst í úrslit í sportbyssu.

Allt um úrslit verður sett inn undir: Úrslit móta.

 

Scroll to Top