Sigurður Pétursson sigraði á landsmóti í golfi

Landsmót lögreglumanna í golfi fór fram í Grafarholti 5. ágúst s.l. Það voru 33 kylfingar sem mættu til leiks. Blíðskapar veður var nær allan tímann fyrir utan einn til tvo rigningarskúra. Sigurður Pétursson sigraði í A flokki með 73 högg, tvö yfir pari. Lengi lifir í gömlum glæðum. Í B flokki sigraði Guðbrandur Hansson en hann og Vignir Elísson voru jafnir, útkoman á síðustu 3 holum skar úr um sigurvegarann, í C flokki sigraði Þórður Rúnar J. Halldórsson, í D flokki sigraði Víðir Reynisson, í Öldungaflokki sigraði Valgarður Valgarðsson og í Heldri manna flokki sigraði Óskar Þór Sigurðsson. Öll úrslit koma von bráðar inn á síðuna undir Úrslit móta.

Scroll to Top