Sigurður Pétursson Holumeistari ÍSL í golfi 2017

“Final four” í holukeppni ÍSL 2017 fór fram fimmtudaginn 14. september s.l. Það voru þeir Birgir Már Vigfússon, Óskar Halldórsson, Sigurður Pétursson og Sigurbjörn Þorgeirsson sem mættu til leiks á golfvöll GR við Korpu. Þeir höfðu allir unnið sínar viðureignin fram að þessu. Fyrirhugað var að hefja keppni kl. 08:30 en þegar mætt var á staðinn blasti við tilkynning um að völlurinn væri lokaður til kl. 10:00 vegna næturfrosts. Vallarstjóri var á staðnum til að fylgjast með því að enginn færi af stað á vellinum en hann var einnig með hitamælir til að fylgjast með hitastiginu í grasinu. Það hitnaði það fljótt eftir næturfrostið að hann opnaði völlinn rúmlega 09:00. Þá var búið að draga um það hverjir kepptu sín á milli í undanúrslitum. Sigurbjörn og Óskar drógust saman og Sigurður og Birgir drógust saman. Sigurður sigraði Birgi 2 – 1 þ.e. þeir léku allar 18 holurnar til að fá úrslit. Óskar sigraði Sigurbjörn 2 – 0, þ..e. þeir léku 17 holur til að fá fram úrslit. Um þriðja og fjórða sæti léku því Sigurbjörn og Birgir og til úrslita léku Sigurður og Óskar. Báðar þessar viðureignir fóru fram í sama holli, þ.e. þeir voru allir ræstir út saman. Eftir 9 holur var staðan þannig að Sigurður var 2 holur yfir gegn Óskari en leikur Sigurbjörns og Birgis var í járnum.. Þeim lauk þó báðum á 16 holu 3 – 0. Þrír vinningar hjá þeim sem voru yfir og bara tvær holur eftir. Sigurbjörn sigraði Birgi og fékk því þriðja sæti. Sigiurður sigraði Óskar og varð þar með Holumeistari ÍSL 2017 en Óskar varð í öðru sæti. Til gamans má geta þess að Óskar, Birgir og Sigurbjörn hafa allir orðið Holumeistarar ÍSL en þetta var fimmta keppnin. Birgir hefur sigrað tvisvar. Sigurður Pétursson hefur aldrei tekið þátt í keppninni áður en hann kom, sá og sigraði og því er nú komið fjórða nafnið á farandbikarinnn sem keppt er um. Sigurður fékk einnig eignabikar fyrir sigurinn og allir fjórir fengu ÍSL verðlaunapeninga.

Scroll to Top