Sigurbjörn Þorgeirsson norðurlandameistari í golfi 2017

Sigurbjörn Þorgeirsson sigraði á norðurlandamóti lögreglumanna í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í Keflavík. Leiknar voru 36 holur á föstudeginum 25. ágúst en dagskráin var að leika 18 á föstudag og 18 á laugardag. Vegna slæmrar veðurspár fyrir laugardaginn var ákveðið að leika allar 36 holurnar á föstudeginum, það tókst vegna mikillar lipurðar framkvæmdastjóra Golfklúbbs Suðurnesja. Sigurbjörn sigraði á 151 höggi en næstur var Norðmaður á 152 höggum og í þriðja sæti var síðan Dani á 153 höggum en það er sá sem sigraði síðast. Sigurður Pétursson, hinn eini sanni, varð í fjórða sæti á 154 höggum. Í kvennaflokki sigraði June Bolme frá Noregi á 157 högum en Hildur Kristín Þorvarðardóttir varð í öðru sæti á 167 höggum.  ísland sigraði síðan liðakeppnina með 632 högg, Norðmenn urðu í öðru sæti með 646 högg og Danir í þriðja með 659 högg. Svíar ráku svo lestina. Það voru 24 keppendur í karlaflokki og 7 í kvennaflokki. Hópur ÍSL var eftirfarandi, Sigurbjörn Þorgeirsson, Sigurður Pétursson, Hörður Sigurðsson, Óskar Hallldórsson, Birgir Már Vigfússon, Páll Theodórsson, Aldís Hilmarsdóttir og Hildur Kristín Þorvarðardóttir.

Scroll to Top