LRH/Umferöardeild sigraði Öldungamót ÍSL í innanhússknattsyrnu 2017

Öldungamót ÍSL í innanhússknattspyrnu 2017 fór fram í Vestmannaeyjum í dag 16. september. Til leiks mættu 5 lið. Sigurvegarar síðasta árs lið Héraðssaksóknara varð að hætta við þátttöku á síðustu stundu vegna forfalla. Heimamenn náðu ekki í lið en sáu um framkvæmd mótsins og stóðu sig vel þar eins og þeirra var von og vísa. Eins og áður segir sigraði lið LRH/Umferðardeild en í öðru sæti varð lið Vesturlands og í þriða sæti varð lið LRH/ÁFD. Markahæsta liðið varð lið Vesturlands og fengu þeir til varðveislu Sveinsbikarinn sem gefinn var til minningar um Svein Björnsson f.v. aðst. yfirlögregluþjón í Hafnarfirði. Mótshaldarar veittu þrenn verðlaun, Elsti leikmaðurinn Oddur Ólafsson LRH1, Markahæsti leikmaðurinn Jónatan Guðbrandsson Suðurnesjum og besti leikmaðurinn Hannes Guðmundsson LRH/Umferðardeild sem var valinn af liðstjórum liðanna. Framkvæmdaaðilar mótsins af hálfu heimamanna voru þeir Heiðar Hinriksson og Pétur Steingrímsson. ÍSL kann þeim þakkir fyrir.

Scroll to Top