Norðurlandamót lögreglumanna, NPC, í skotfimi 2022

Mótið fór fram á Íslandi 16. – 21. maí s.l. Mótið átti upphaflega að fara fram 2020 og 2021 en var frestað vegna Covid19 í bæði skiptin. Þetta var í fyrsta skipti sem norðurlandamót lögreglumanna í skotfimi fer fram á Íslandi. Allar noðurlandaþjóðir mættu með skotfólk nema finnar sem enn bjuggu við Covid19 takmarkanir og gátu því ekki tekið þátt. Um 50 kollegar okkar mættu og síðan voru 9 keppendur frá ÍSL.

Keppt var á tveimur stöðum hjá Skotfélagi Reykjavíkur, SR, í Egilshöll og í aðstöðu Skotíþróttafélags Kópavogs, SFK, í Digranesi.
Í Egilshöll var keppt í:
Loftbyssu – karla- og kvennaflokki
Loftriffli – karla- og kvennaflokki
Frí riffli, 60 skot liggjandi – karla- og kvennaflokki
Frí riffll, þrístaða. – karla- og kvennaflokki
Skotstjóri var Jón S. Ólason
Digranesi var keppt í:
Þjónustuvopni – karla- og kvennaflokki
Standard Pistol – karla- og kvennaflokki
Sport pistol – kvennaflokki
Center Fire Pistol – karlaflokki
Pistol 50 m. – Unisex
Skotstjóri var Þórir Ingvarsson.

Keppendur ÍSL voru eftirfarandi:
Jóhanna Skjönhaug, Suðurnesjum, sem keppti í Þjónustuvopni
Kristína Sigurðardóttir, RLS, sem keppti í Loftbyssu og Þjónustuvopni
María Pálsdóttir, Suðurnesjum, sem keppti í Þjónustuvopni
Eiríkur Óskar Jónsson, RLS, sem keppti í Center Fire Pistol, Frí riffli þrístaða og Frí riffli 60 skot liggjandi
Ingvaldur Magni Hafsteinsson, RLS sem keppti í Þjónustuvopni
Jón Arnar Sigurþórsson, Vesturlandi, sem keppti í Loftbyssu
Kristján Ingi Hjörvarsson, Vesturlandi, sem keppti í Þjónustuvopni
Magnús Ragnarsson, Suðurlandi, sem keppti í Standard Pistol, Þjónustuvopni og Loftbyssu
Stefán Fróðason, RLS, sem keppti í Standard Pistol og Loftbyssu
Þá stóð til að Jónas Hafsteinsso, LRH, myndi keppa í Frí Riffli 60 skot liggjandi. en hann forfallaðist á síðustu stundu.

Norðurlandameistari í Þjónustuvopni varð Kristján Ingi Hjörvarsson með 463 stig en næstur var Aleksandr Voronin frá Eistlandi með 461 stig og þriðji varð Henrik Jørgensen frá Danmörku með 460 stig. Magní varð i fimmta sæti með 456 stig. Við sigruðum eins og áður sagði í sveitakeppninni, sveit okkar var skipuð þeim Kristjáni, Magna og Magnúsi en þeir voru með 1.359 stig. Í öðru sæti varð sveit Danmerkur með 1.349 stig og í því þriðja varð sveit Noregs með 1.343 stig.

Í kvennaflokki gekk ekki eins vel. Kristína náði besta árangri okkar kvenna en hún lenti í fimmta sæti með 422 atig. Við náðum hins vegar í annað sætið í liðakeppninni. Það var hins norska Ingeborg Gran sem sigraði með 466 stig sú næsta var með 439 stig Triin Tähtla Eistlandi. Norska sveitin sigraði með 1.212 stig en Ísland varð í öðru sæti með 1.130 stig. Kristína, Jóhanna og María.

Í loftbyssu karla náði Magnús bestur árangri okkar manna eða 7unda sæti með 524 stig. Norðurlandameistari varð hins vegar Aleksandr Voronin frá Eistlandi með 549 stig. Við náðum hins vegar í annað sætið í liðakeppninni. Sveit svía sigraði með 1.602 stig en sveit okkar þeir Magnús, Jón Arnar og Stefán náðu 1.557 stigum. Sveit dana varð í þriðja sæti með 1.525 stig.

Í loftbyssu kvenna náði Kristína Sigurðardóttir 5ta sæti með 525 stig. Norðurlandameistari varð Ingeborg Gran Noreegi með 553 stig.

Frí riffil 60 skot liggjandi í  kvennaflokki Norðurlandameistari varð Sina Busk, Noregi, með 623 stig. Sú sem varð í öðru sæti var með 608 stig. Enginn frá okkur í þessari grein.

Frí riffill 60 skot liggjandi í karlaflokki Norðurlandameistari varð Erling Melvær, Noregi, með 613,4 stig. Eiríkur Óskar Jónsson varð í 8undasæti með 567,3 stig.

Loftriffill karla Norðurlandameistari varð Erling Solbeg, Noregi, með 597,5 stig. Enginn frá okkur í þessari grein.

Loftriffill kvenna Norðurlandameistari varð Louise Madsen, Danmörku, með 616,1 stig. Enginn frá okkur í þessari grein.

Sportbyssa kvenna, Norðurlandameistari varð Triin Tähtla, Eistlandi, með 556 stig. Í öðru sæti varð Ingeborg Gran, Noregi, með 551 atig. Enginn frá okkur í þessari grein.

Center Fire Pistol karla, Norðurlandameistari varð Aleksandr Voronin, Eistlandi, með 548 stig. Í öðru sæti varð Fredrik Martinsson, Svíþjóð, með 544 atig. Okkar maður í þessari grein Stefán náði 5ta sæti með 530 stig.

Frí riffill þrístaða í kvennaflokki Norðurlandameistari varð Sina Busk, Noregi, með 570 stig. Sú sem varð í öðru sæti var með 564 stig. Enginn frá okkur í þessari grein.

Frí riffill þrístaða í karlaflokki Norðurlandameistari varð Erling Melvær, Noregi, með 553 stig. Stefan Lundqvist, Svíþjóð, varð í öðru sæti með 545 stig. Eiríkur Óskar Jónsson varð í 7unda sæti með 398 stig.

Center Fire Pistol karla, Norðurlandameistari varð Aleksandr Voronin, Eistlandi, með 536 stig. Í öðru sæti varð Urban Leth, Svíþjóð, með 521 atig. Besta árangri okkar manna í þessari grein náði Magnús eða 5ta sæti með 490 stig.

Standard Pistol kvenna, Norðurlandameistari varð Ingeborg Gran, Noregi, með 541 stig. Í öðru sæti varð Liselott Såmark, Svíþjóð, með 541 atig. Enginn frá okkur í þessari grein.

Frí Pistol 50 m. Unisex.  Norðurlandameistari varð Aleksandr Voronin, Eistlandi, með 507 stig. Í öðru sæti varð Hans Kristian Laubel, Danmörku, með 501 atig. Enginn frá okkur í þessari grein.

Verðlaunaafhending og lokahóf fór fram í Félagsheimili LR í Brautarholti og gekk vel fyrir sig.

Okkar fólk stóð sig mjög vel heilt yfir og frábært að eignast Norðurlandameistara í Þjónustuvopni karla, fyrsta skipti sem við eignumst norðurlandameistara í skotfimi. Keppni með Þjónustuvopni er tilkomin vegna tillögu frá ÍSL og það fór því vel á því að í þeirri grein áttum við sigurvegarann í einstaklingskeppninni sem og í liðakeppni.

Gestir okkar gistu á Reykjavík Lights hotel á Suðurlandsbraut 12. Hádegis- og kvöldmatur var snæddur í Múlakaffi. Vegna þess að keppnisdagskráin var þéttskipuð og rakst nokkkrum sinnum á matmálstíma var tekið á það ráð að flytja matinn á keppnisstaðina þegar við átti. Almennt voru okkar norrænu gestir alsælir með mótshaldið og fóru heim með góðar minningar héðan frá Íslandi. Allt var  gert til að halda uppi góðu skipulagi varðandi alla hluti ekki síst akstur á milli staða. Það skapaði verkefni að keppt var á tveimur stöðum sem var leyst með góðu skipulagi hjá Hálfdáni Daðasyni stjórnarmanni ÍSL. Jóhann Karl Þórisson vara formaður ÍSL sá um skipulagningu matarmála. Jón S. Ólason og Kristína Sigurðardóttir syjórnarmenn í ÍSL báru hitann og þungan af skipulagningu skotkeppninnar sjálfrar og var það ærin starfi. Það voru að eiga sér stað breytingar fram á síðustu stundu, forföll og fl. sem huga þurfti að og gera breytingar á skipulagi.

Ég vil að lokum þakka forustumönnum hjá Skotfélagi Reykjavíkur og Skotíþróttafélagi Kópavogs fyrir þeirra aðstoð bæði með afnot af aöðstu þeirra sem og hjálp við sjálft mótshaldið Viljum við þakka þeim félagsmnnum þessara félaga sem lögðu fram ómetanlega aðstoð á ögusrstundu, kærlega fyrir aðstoðina.. Þá vil ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn, bæði stjórnarmönnum og ekki síður þeim fyrrum félögum okkar sem komu okkur til aðstoðar. Guðmundur St. Sigmundsson, Gissur Guðmundsson, Óskar Sigurpálsson, Sigurgeir Arnþórsson, Gísli Þorsteinsson og svo einn sem er enn að en það er Þórir Ingvarsson hjá LRH sem lagði okkur til alla sína aðstoð og verður það seint fullþakkað.

Ekki má gleyma hlut lögreglustjóranna sem allir lögðu sitt af mörkum til þessa mótshalds þegar eftir því var leitað. Hafið þakkir fyrir allt það sem þið lögðuð okkur til beint og óbeint.

 

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

 

 

Scroll to Top