Það var glaðvær hópur 36 lögreglumanna sem fór um borð í vél Icelandair til Stokkhólms snemma að morgni 9 maí. 15 leikmenn karlaliðsins, 16 leikmenn kvennaliðsins, auk þjálfara, nuddara og fararstjóra.
Jóhann Karl Þórisson, LRH, var fararstjóri og annar þjálfari kvennaliðs
Árni Friðleifsson, LRH, var þjálfari kvennaliðs
Valgarður Valgarðsson og Birgir St. Jóhannsson RLS, þjálfarar karlaliðs
Kristján Freyr Geirsson, Suðurnesjum, var nuddari liðanna
Hafdís Björk Albertsdóttir, LRH, var leikmaður og til aðstoðar á bekknum
Hótelið var mjög vel staðsett i miðbæ Sollentuna og kætti það kvennþjóðina mikið að risastór verslunarmiðstöð var við hliðina á hótelinu. Herbergin voru stór og góð svo ekki væsti um mannskapinn meðan á dvölinni stóð. Sundlaug og SPA voru á hótelinu og þannig séð allt til alls.
Kvennalið ÍSL var skipað eftirfarandi: Hafdís B. Albertsdóttir, Berglind B. Jónsdóttir, Elín Hrafnsdóttir, Fanney Þ. Þórsdóttir, Margrét K. Jónsdóttir, Hildigunnur Jónasdóttir, Martha S. Haraldsdóttir, Júlíana Birgisdóttir, Sólveig Sverrisdóttir, Þórgunnur Þórðardóttir og Þórhildur V. Kjartansdóttir frá LRH. Sóley Haraldsdóttir Vestmannaeyjum, Guðrún Árnadóttir Héraðssaksóknara, Guðrún Helga Tryggvadóttir, Norðurlandi vestra. Katrín Vilhjálmsdóttir og Selma Sigurðardóttir Norðurlandi eystra.
Karlalið ÍSL var skipað eftirfarandi: Sigurjón Þórðarson, Erlingur Ö. Árnason, Björn Jóhannsson, Franz J. A. Arnarsson, Guðjón R. Sveinsson, Hreiðar Ö. Z. Óskarsson og Vilhjálmur G. Hauksson frá LRH. Fannar Kristmannsson og Jón Brynjar Kjartansson Suðurnesjum. Kjartan Ægir Kristinsson og Jóhann G. Guðbjartsson, RLS. Grétar Stefánsson Héraðssaksóknara. Árni Guðmundsson Suðurlandi. Aron D. Hauksson Vestmannaeyjum. Guðmundur R. F. Vignisson Norðurlandi eystra.
Liðin tóku létta æfingu seinnipartinn i höllinni og eftir kvöldmat var farið snemma til herbergja.
Karlaliðið átti tvo leiki 10. maí, fyrri leikurinn 08:30 við Noreg og seinni leikurinn þann daginn var við Svíþjóð kl. 14:30.
Það vildi svo skemmtilega til að fyrstu feðgar í móti á vegum ÍSL tóku þátt en það voru Kjartan Ægir Kristinsson og sonur hans Jón Brynjar Kjartansson en þeir voru báðir í byrjunarliðinu.
Ísland 18 – Noregur 29
Byrjunarliðið: Jón Brynjar, Fannar, Kjartan Ægir, Vilhjálmur Geir, Árni, Hreiðar og Sigurjón.
Það var ljóst strax í byrjun að það væri á brattann að sækja, Norðmenn voru fastir fyrir og var brotið illa á Fannari á 14 mínútu og þurfti hann að fara af velli, það riðlaði leik liðsins og var staðan í hálfleik 14-8 Norðmönnum í vil.
Staðan eftir 15. mín í seinni hálfleik var 22-14. Íslenska liðið varð svo fyrir áfalli á 19 mín þegar Vilhjálmur Geir Hauksson tognaði aftan í læri og var mótið búið fyrir honum, það var skarð fyrir skildi, lokatölur urðu 29-18 Noregi í vil.
Mörk okkar skoruðu: Jón Brynjar 5 Fannar 2 Kjartan Ægir 2 Árni 1 Grétar 1 Jóhann 1 Hreiðar 2 Vilhjálmur 3 og Björn 1
Ísland 21 – Svíþjóð 31
Byrjunarliðið: Aron Daði í markinu, Fannar, Árni, Kjartan, Jóhann Geir, Jón Brynjólfur og Hreiðar.
Við áttum góðan leik í byrjun og héldum í við Svíana fram eftir leik, eftir 15 mín var staðan 8-5 fyrir Svíþjóð, í hálfleik var staðan 17-13.
Við urðum svo fyrir áfalli er Fannar meiddist á 43 mínútu og þar með var mótið búið hjá honum.
Mörk okkar skoruðu: Jóhann Gunnar 9 Fannar 5 Jón Brynjar 3 Björn 2 Árni 1 og Erlingur 1.
Ísland 13 – Danmörk 29
Síðasti leikur strákanna var kl 13:00 á miðvikudag 11 maí á móti Danmörku.
Byrjunarliðið: Sigurjón Þórðarson í marki, Jóhann Gunnar, Kjartan Ægir, Árni, Jón Brynjar, Hreiðar og Erlingur.
Mörk okkar skoruðu: Jóhann Gunnar 5, Jón Brynjar, 4, Kjartan Ægir 2 Björn 1 og Hreiðar 1.
Sigurjón Þórðarson átti stórleik í markinu og varði alls 17 skot, fékk m.a boltann í andlitið úr vitakasti og var danska vítaskyttan rekinn af velli með rautt spjald eftir þá uppákomu
Kvennaliðið lék einn leik fyrri daginn og tvo seinni daginn
Ísland 12 – Noregur 31
Það var ljóst frá byrjun að við ofurefli var að etja, nær norsku keyrðu hraðaupphlaupin mjög stíft, í hvert skipti er við misstum boltann eða skorðum ekki geystust þær fram völlinn og markmaðurinn dældi löngum sendingum á þær svo þær kafsilgdu íslenska liðið með þessum mikla hraða, þegar við náðum að stilla upp í vörn þá áttum við í fullu tré við þær sérstaklega í fyrri hálfleilk 13-6 var staðan í hálfleik.
Byrjunarliðið: Selma markmaður, Sóley, Elín, Margrét Karen (Gréta) Þórhildur Vala , Guðrún Helga, Fanney Þóra og Katrín (Gréta skipti við Fanney í vörn).
Mörk okkar skoruðu: Fanney Þóra 6 Guðrún Helga 2 Sóley 3 Katrín 1. Fimm sinnum voru íslensku stúlkurnar reknar af velli.
Ísland 18 – Danmörk 28
Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en hægt og bítandi jók danska liðið forskotið, 16-8 var staðan í hálfleik, við áttum í raun aldrei séns. Byrjunarliðið: Selma markmaður, Sóley Elín, Gréta / Þórhildur Vala, Guðrún Helga, Fanney Þóra og Katrín (Gréta skipti við Fanney í vörn).
Mörk okkar skoruðu: Fanney 7 Katrín 5 Sóley 3 Guðrún 3
Ísland 12 – Svíþjóð 24
Síðasti leikurinn var við heimamenn Svía, þetta var hörku leikur og jafnt á flestum tölum þar til um 15 mín voru eftir þá dró í sundur með liðunum og endaði Svíþjóð á að vinna með 12 mörkum sem endurspeglaði ekki spennuna sem var fyrir hendi lungann úr leiknum.
Byrjunarliðið: Sóley, Gréta, Selma, Þórhildur, Þórgunnur, Guðrún, Katrín og Fanney, Þórgunnur skipti við Fanney i vörn.
Mörk okkar skoruðu: Fanney 6 Gréta 3 Katrín 2 Þórhildur 1
Niðurstaðan sú að bæði liðin urðu í fjórða sæti. Noregur sigraði í kvennaflokki og Danmörk sigraði í karlaflokki.
Ísland fékk ein verðlaun á þessu móti en Fanney Þóra var valin leikmaður kvenna á mótinu og er þetta í annað sinn sem íslenskur leikmaður er valinn besti leikmaðurinn en Katrín Vilhjálmsdóttir fékk þessi verðlaun á síðasta norðurlandamóti.
Markahæstu leikmenn okkar á mótinu voru Fanney Þóra með 19 mörk og Jón Gunnar með 15 mörk.
Jóhann Karl Þórisson
fararstjóri