Fyrsta NPM í maraþoni fór fram sem hluti af Reykjavíkurmaraþoni 2015. Það voru 19 karlar og 12 konur sem tóku þátt. Frá Íslandi tóku þátt 4 karlar og 1 kona. |
Í fyrsta sinn tóku lögreglumenn/konur frá Eistlandi þátt í NPM móti en Eistar urðu aðilar að norrænu lögregluíþróttastarfi á þingi norræna sambandsins í maí s.l. |
Skemmst er frá því að segja að Kaisa Kukk frá Eistlandi sigraði í kvennaflokki Reykjavíkurmaraþons og þar með varð hún einnig fyrsti norðurlandameistari |
lögreglukvenna í maraþoni, hún hljóp á 2:53:09. |
Í karlaflokki varð norðurlandameistari Thorkild Sundstrup frá Danmörku en hann varð nr. 2 í Reykjavíkurmaraþoninu, hann hljóp á 2:33:27. |
Þess má geta að þáttakendur á okkar vegum í Reykjavíkurmaraþoni og hingað komnir til að taka þátt í NPM mótinu settu heldur betur mark sitt á |
Reykjavíkurmaraþon. |
Af fyrstu 12 í kvennaflokki urðu lögreglukonur 1. 3. 5. 6. 10, 11 og 12 sæti. |
Af fyrstu 11 í karlaflokki urðu lögreglumenn í 2. 5. 6. 7. 9. 10. og 11. |
Íslensku keppendurnir stóðu sig mjög vel þó enginn þeirra blandaði sér í toppbaráttuna. |
Íþróttasamband lögreglumanna hélt NPM mótið og þakkar Reykjavíkurmaraþoni fyrir samstarfið |