Landsmót ÍSL í golfi 2015

Landsmót lögreglumanna í golfi 2015 fór fram á Hamarsvelli við Borgarnes 28. júlí í blíðskaparveðri. Það voru 45 golfarar sem mættu til leiks þar af 2 gestir. Páll Theódórson Norðurlandi vestra varð Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2015. Sigurbjörn Þorgeirsson Norðurlandi eystra varð í öðru sæti og Óskar Halldórsson Suðurnesjum i þriðja sæti. Í B flokki sigraði Guðbrandur Hansson LRH. Í C flokki sigraði Guðmundur Hjörvar Jónsson LRH. Í D flokki sigraði Arnar Geir Magnússon Vesturlandi. Í Öldungaflokki sigraði Gísli Þorsteinsson LRH. Í Heldrimanna flokki sigraði Óskar Þór Sigurðsson.

Það var Íþróttanefnd Lögreglufélags Vesturlands sem sá um mótshaldið og eru þeim færðar þakkir fyrir það.

Scroll to Top