Birgir Már sigraði Holukeppni ÍSL 2015

Undanúrslit og úrslit í Holukeppni ÍSL 2015 fór fram mánudaginn 14. 09. s.l. í blíðskaparveðri á Urriðavelli við Heiðmörk. Birgir Már Vigfússon, Róbert Sigurðarson, Guðbrandur Hansson og Guðni Páll Kristjánsson mættu til leiks. Kristján Kristjánsson Norðurlandi eystra og Guðni Páll áttu að leika um sæti í undanúrslitum en þeim leik varð ekki viðkomið og því var dregið um úrslit i leiknum. Nafn Kristjáns var dregið úr hattinum en þegar tilkom átti hann ekki heimangengt og því var Guðni Páll kvaddur til leiks.

Vallarforgjöf keppenda var eftirfarandi Birgir Már 1, Guðni Páll 12, Guðbrandur 16 og Róbert 21. Birgir Már og Guðni Páll drógust saman og sigraði Birgir Már 4 – 3. Róbert og Guðbrandur drógust saman og endaði leikurinn eftir 19 holur þar sem Róbert sigraði í bráðabana. 

Um 3 – 4 sæti spiluðu Guðbrandur og Guðni Páll og sigraði Guðbrandur 4 – 2 eftir 16 holur.

Úrslitaleikinn spiluðu Birgir Már og Róbert. Birgir Már sigraði 4 – 3 eftir 15. holur. Þar með var ljóst að hann varði titilinn frá því á síðasta ári og var vel að því kominn.

Verðlaunaafhending fór fram við golfskálann á Urriðavelli strax að loknum leik.

Þáttakendur í ár voru mun færri en á síðasta ári og er það miður því eins og sést á vallarforgjöf keppenda eiga þeir sem hafa háa forgjöf góða möguleika í þessari keppni þar sem leikið er með forgjöf. Vonandi verða fleiri sem taka þátt á næsta ári.

 

Scroll to Top