Norðurlandamót í Maraþoni

Fyrsta norðurlandamót lögreglumanna í Maraþoni
fer fram í tengslum við Reykjavíkurmaraþon í ágúst n.k.
Íþróttasamband lögreglumanna, ÍSL, er mótshaldari þessa
móts. ÍSL hefur rétt á að vera með 12 keppendur,
6 konur og 6 karla.
Hálfdán Daðason og Jóhann Karl Þórisson munu sjá
um undirbúning okkar keppenda og fljótlega verður
send út tilkynning varðandi mótið.
Scroll to Top