Nordic Police CF Throwdown

Nordic Police CF Throwdown, NPCT.
Er Crossfit mót sem haldið er af Íþróttafélagi lögreglunnar á mið og
vestur Sjálandi sem staðsett er í Köge.
NPCT er haldið í Malmö þar sem mótshaldarar fá alla aðstöðu án
endurgjald. Danska lögregluíþróttasambandið hvatti önnur norræn
lögregluíþróttasambönd til að senda keppendur á þetta mót.
Ástæðan fyrir þessari hvatningu er sú að innan Norræna lögreglu-
íþróttasambandsins, NPIF, hefur komið upp sú hugmynd að taka Crossfit
upp sem íþróttagrein. Af þessari ástæðu ákvað stjórn Íþróttasambands
lögreglumanna, ÍSL, að senda keppendur á mótið. Fyrst og fremst
til að kynnast slíku mótshaldi með það í huga að það komi til þess að
haldin verði norðurlandamót í Crossfit.
Stjórnin ákvað að bjóða þeim fjórum sem voru í sigurliði í Lögguhreysti
síðast liðið haust að fara á mótið á vegum ÍSL. Strax kom í ljós að einn
þessara aðila er hættur í lögreglunni. Þá var ákveðið að bjóða þeirri
konu sem stóð sig best á áðurnefndu móti að fara á NPCT mótið og
vera þá með blandað lið (kv/kk). Allir þessir fjórir aðilar voru tilbúnir að
fara á þetta mót og undirbúa sig fyrir það.
Ákvörðun stjórnarinnar hefur valdið umræðu og jafnvel úlfúð meðal
lögreglumanna. Því er nauðsynlegt hér í framhaldinu að fara aðeins
yfir málið og skýra þá tvo þætti sem mest hefur verið rætt um.
Ákvörðun stjórnarinnar um um að bjóða þessum aðilum að fara
á mótið var fyrst og fremst miðuð við það að senda lögreglumenn
í þessa tilraunaferð með stuttum fyrirvara, sem hafa sýnt íþrótta-
starfsemi ÍSL áhuga með þátttöku í mótum á vegum ÍSL. Stjórn ÍSL er
fullkunnugt um það að talsverður munur á  Crossfit og Lögguhreysti.
Í grunninn reynir þó á svipaða þætti í þjálfun.
Hitt atriði sem hefur verið rætt um er það að senda keppendur á mótið
sem hvorki er norðurlanda- eða evrópumót. Þessi athugasemd  á
sennilega rætur sínar að rekja til þess að á undanförnum árum hafa
stjórnir ÍSL ekki styrkt keppendur á Heimsleika lögreglu- og slökkviliðs-
manna og gefið þær skýringar að ÍSL einbeiti sér að norðurlanda-
og evrópumótum lögreglumanna sem NPCT mótið er ekki. Því atriði
hefur verið svarað hér að framan með því að sú hugmynd að taka upp
Crossfit sem íþróttagrein innan NPIF hefur komið fram og þátttaka okkar
er liður í því að gera þá hugmynd að veruleika.
Það er mjög mikilvægt að fyrstu skrefin í því að koma, hugsanlega, á fót
norðurlandamótum lögreglumanna í Crossfit leiði ekki af sér leiðindi innan
okkar raða. Því hefur það komið til tals innan stjórnar að bæta við einu
liði (2) sem keppti á NPCT á vegum ÍSL. Það mál verður skoðað næstu daga.
Scroll to Top