Mótið hefði átt að fara fram núna í september/október. Þar sem óljóst er um hvað verður um aðstöðuna sem við höfum notast við í Lögregluskólanum í Krókhálsi hefur ekki verið hægt að tímasetja mótið. Vonandi skýrist fljótlega hvað verður með aðstöðuna en hugsanlega verðum við að fresta mótinu fram yfir áramót.