Mótið fór fram laugardaginn 22. október 2016. Þetta er fyrsta landsmót ÍSL í CF og fór það fram í CrossFitReykjavík stöðinni í Faxafeni 12. Til leiks mættu 4 karlalið og 2 kvennalið. Kvennaflokkinn sigruðu Birna Blöndal, LRH, og Selma Sigurðardóttir Malmquist, NE, með 295 stig. Í karlaflokki sigruðu Heiðar I Heiðarsson og Ólafur Jónsson, RLS, með 300 stig. Ívar Ísak Guðjónsson sem rekur CrossfitReykjavík og Heiðar I. Heiðarsson ásamt Jóni Gunnari Sigurgeirssyni frá ÍSL höfðu veg og vanda af þessu mótshaldi. Óskar Bjartmarz formaður ÍSL afhenti verðlaun í lok mótsins. Talsvert var af áhorfendum, úr fjöldskyldum keppenda og síðan starfsfélagar. Það er vonandi að þetta mót sé komið til að vera.