Lið ÍSL, landslið lögreglumanna, í körfuknattleik sigraði í dag lið Hollensku lögreglunnar í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn endaði 85 – 56 og þar með ljóst að lið ÍSL er komið áfram í úrslitakeppnina sem fram fer í Grikklandi í september n.k. Ísland var yfir frá upphafi og leiddi leikinn örugglega í hálfleik 40 – 23. Frábær sigur þar sem liðsheildin skipti máli. Nánar um leikinn fljótlega.