Ísland – Holland

Leikur í C undanriðli Evrópumeistarmóts lögreglumanna, EML, fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík á morgun laugardaginn 11. mars. Lið ÍSL leikur við lið Hollensku lögreglunnar. í húfi er sæti í úrslitum EML (EPC) sem fram fer í Aþenu í Grikklandi í september á þessu ári. Lið Hollands virkar mjög sterkt en okkar menn ætla að selja sig dýrt og knýja fram sigur, ekkert annað kemur til greina. Hvetjum lögreglumenn og fjölskyldur þeirra til að koma og sjá leikinn sem hefst kl. 16:00 eins og áður segir. Dómarar leiksins koma úr röðum fremstu dómara landsins.

Scroll to Top