Undanriðill EPC í körfuknattleik

Evrópumeistaramót lögreglumanna, EPC,  í körfuknattleik fer fram 23. – 30. september 2017 í Aþenu í Grikklandi. Stjórn ÍSL tilkynnti þátttöku í mótinu. Átta lið taka þátt í úrslitum en 12 lið tilkynntu um þátttöku. USPE ákvað að níu lið skyldu keppa um fimm sæti. Leiknir verða þrir undanriðlar, þrjú lið í hverjum þeirra. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram og tvö af liðunum í öðru sæti komast einnig áfram. Lið ÍSL var dregið í C riðil með Írum og Hollendingum og stjórn ÍSL bauðst til að halda riðilinn hér á landi. Fyrir stuttu síðan tilkynntu Írar að þeir næðu ekki í lið og myndu ekki mæta til leiks. Það er því ljóst að aðeins verður leikinn einn leikur í riðlinum, milli okkar og Hollendinga. Leikirnir við Íra verði dæmdir þeim tapaðir og stigaskor 0 – 24. Við vitum ekki hvort þetta er gott eða slæmt fyrir það lið sem tapar leiknum okkar í milli. Undirbúningur fyrir keppni í undanriðlinum hefur verið í höndum Jóns Þórs Eyþórsonar lögreglunni á Vesturlandi en hann hefur notið dyggrar aðstoðar Baldurs Ólafssonar LRH, við undirbúninginn. Leikurinn við Hollendinga fer fram í íþróttahúsinu í Njarðvík laugardaginn 11. mars n.k. kl. 16:00. Skorum á sem flesta að koma og hvetja okkar menn. Liðið verður tilkynnt föstudaginn 10. mars. 

Scroll to Top