Landsmót innanhússknattspyrna 2017

Vegna þátttökuleysis verður að fresta landsmóti í innahússknattspyrnu 2017 sem fram átti að fara á Akureyri 24. – 25. mars n.k. Suðurnesjamenn sem eru mótshaldarar að þessu sinni ákváðu að höfðu samráði við ÍSL að fresta mótshaldi en aðeins tvö lið ætluðu að mæta þegar til kom. Suðurnesjamenn ætla að gera aðra tilraun og hefur mótið verið sett á 21. – 23. apríl n.k. en mótsstaður hefur ekki verið ákveðinn. Það má alls ekki koma til að mótið verði ekki haldið á þessu ári þar sem það hefur farið fram óslitið frá árinu 1976. Stjórn ÍSL hvetur því aðildarnefndir/félög ÍSL til að senda lið á mótið. 

Scroll to Top