Landsmót ÍSL í skotfimi 2022

Mótið fór fram dagana 7. – 8. apríl s.l. í skotsalnum í Digranesi. Síðasta landsmót fór fram árið 2018, ekki var haldið mót 2019 og 2020 og 2021 var ekki hægt að halda mót vegna Covid19 ástandsins. Það voru 19 keppendur sem mættu til leiks í þær þrjár greinar sem fara fram á landsmótum ÍSL og margir kepptu í öllum greinunum en Glockinn var fjölmennastur með 16 keppendur,
í Loftbyssu voru  7 keppendur og í Opnum flokki voru 8 keppendur.
Í öllum greinum er keppt í einum flokki en ekki skipt upp eftir kynjum. Mótið að þessu sinni var einnig til undirbúnings fyrir Norðurlandamót lögreglumanna í skotfimi sem fram fór á Íslandi 16. – 20. maí s.l.

Sigurvegarar og verðlaunahafar voru eftirfarandi:

Glock:
1. Magnús Ragnarsson Suðurlandi                             með 467 stig.
2. Kristína Sigurðardóttir RLS                                     með 455 stig
3. Ingvaldur Magni Hafsteinsson RLS                       með 451 stig

Sveitakeppnina sigraði a sveit RLS, Kristína með 455 stig, Magni með 451 stig og Magnús Pálsson með 408 stig samtals 1.314 stig. Í öðru sæti varð blönduð sveit skipuð þeir Magnúsi á Suðurlandi með 467 stig, Guðlaugi Frey Jónssyni frá RLS með 425 stig og Jóhönnu Skjönhaug frá Suðurnesjum með 315 stig samtals 1.207 stig. Í þriðja sæti varð b sveit RLS Eggert Magnússon með 431 stig, Gunnar Scheving með 397 stig og Friðrik Elí Bernhardsson með 307 stig, samtals 1.135 stig.

Loftbyssa:
1. Kristína Sigurðardóttir  RLS                                    með 549 stig
2. Magnús Ragnarsson Suðurlandi                            með 524 stig
3. Stefán Fróðason RLS                                                með 520 stig

Opinn flokkur:
1. Stefán Fróðason RLS                                                með 521 stig
2. Magnús Ragnarsson Suðurlandi                           með 501 stig
3. Jón Arnar Sigurþórsson  Vesturlandi                  með 466 stig

Verðlaunafhendingar fór fram að lokinni hverri grein á keppnisstað.                                                                                                                  Að loknu mót var ljóst hvaða keppendur myndu keppa fyrir hönd ÍSL á NPC í skotfimi, hverjir það voru má sjá í grein um norðurlandamótið.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top