Holukeppni ÍSL 2022

Undanúrslit og úrslit fóru fram mánudaginn 26. september 2022. Það voru 20 sem hófu leik í keppninni þannig að það þurftu að fara fram 4 leikir í undankeppni. Í undanúrslit komust þeir Páll Theodórsson sem komst áfram eftir að draga þurfti í leik hans og Nökkva Snæ. Egill Egilsson sem sigraði Björn Óskar Andrésson 5/4. Birgir Már Vigfússon sem sigraði Hinrik Konráðsson 4/3 og Sigurbjörn Þorgeirsson sem komst áfram eftir að dregið var í leik hans og Þóris Björgvinssonar. Af ýmsum orsökum dróst fram úr hófi að klára þessa keppni en ein af ástæðunum var NPC í golfi lögreglumanna sem fram fór í Stavanger í Noregi í byrjun september. Það var ekkert hlýtt þennan mánudag þegar þeir Páll, Egill, Birgir Már og Sigurbjörn mættu til leiks. Dregið var á staðnum um það hverjir myndu lenda saman í undanúrslitaleikjunum. Birgir og Sigurbjörn voru dregnir saman og Egill og Páll. Leiknar voru 9 holur í undanúrslitaleikjunum. Birgir sigraði Sigurbjörn 2/0 og Páll sigraði Egil 3/1. Að loknu matarhléi fóru úrslit um sæti fram. Um þriðja sætið léku þeir Sigurbjörn og Egill og til úrslita léku þeir Birgir Már og Páll Theodórsson.  Leiknar voru 18 holur. Sigurbjörn sigraði Egil 3/2 og úrslitaleikinn sigraði Páll Birgi eftir bráðabana á 1. holu. Þeir voru jafnir eftir 18 holur og því þurfti bráðabana til. Það leit ekkert vel út fyrir Pál eftir upphafshöggið en hann náð að breyta vondri stöðu í sigur og varð því holumeistari ÍSL í golfi 2022.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top