EPC í skotfimi 2017 í Rússlandi

Frábær árangur Kristínar Sigurðardóttur á EPC í skotfimi sem fram fór dagana 17. – 22. júli s..l. í Kazan í Rússlandi. Kristína keppti í loftskammbyssu og komst í úrslit. Hún endaði í 8 sæti, fékk 362 stig en olympiulágmarkið er 365 stig. Eiríkur Óskar Jónsson keppti í Grófbyssu og hlaut hann 531 stig af 600 mögulegum. Sigurvegarinn hlaut 570 stig. Kristína og Eiríkur voru einu keppendur ÍSL en með þeim í för var Jón S. Ólason gjaldkeri ÍSL og skotsérfræðingur. Það var alveg ljóst að keppendur frá sumum þjóðunum voru atvinnumenn enda rak þá í rogastans þegar talið barst að vinnu og vinnutíma. Þeir þekktu ekkert annað en að stunda sitt “lögreglustarf” á skotæfingasvæði.

Scroll to Top