Nú er hafinn á fullu undirbúningur fyrir úrslit Evrópumóts lögreglumanna í körfuknattleik 2017, sem fram fer í Aþenu 23. – 30. september n.k. Dregið hefur verið í riðla á mótinu og segja má að við séum í dauðariðlinum. Við erum í A riðli með Grikkjum sem eru gestgjafar, Lúxemborg og Litháen. Grikkland og Litháen léku til úrslita á síðasta móti. Í B riðli eru Holland, Frakkland, Ungverjaland og Belgía. Jón Þór Eyþórsson lögreglumaður er þjálfari liðs okkar en hann mun ekki vera leikmaður eins og í leiknum við Hollendina í mars.