Sigurður Pétursson Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2017

Sigurður Pétursson varð Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2017 á landsmóti ÍSL sem fram fór á Hólmsvelli þann 02. ágúst s.l. Sigurður lék völlinn á 74 höggum. Næstur varð Sigurbjörn Þorgeirsson á 75 höggum  Í þriðja sæti Páll Theodórsson á 77 höggum. Mótið fór fram í blíð- skaparveðri og 36 keppendurr mættu til leiks. Í B flokki sigraði Hjálmar Hallgrímsson með 39 punkta. Í C flokki sigraði Skúli Jónsson með 34 punkta. Í D flokki sigraði Víðir Reynisson með 43 punkta. Í Öldungaflokki sigraði Annel Þorkelsson með 36 punkta og í flokki Heldrimanna sigraði Sigurður Benjamínsson með 32 punkta. Í A flokki er keppt í höggleik en í öðrum flokkum er punktakeppni. Í sveitakeppni sigraði sveit LRH á 233 höggum en sveitina skipuðu Sigurður Pétursson, Páll Theodórsson og Hörður Sigurðsson, Í öðru sæti varð sveit Suðurnesja á 248 höggum og í þriðja sæti sveit RLS/Vesturland á 255 höggum. Allt um úrslit mótsins undir: Úrslit móta – golf

Scroll to Top