Þing ÍSL 2016

Þing ÍSL fór fram laugardaginn 29. október s.l. Fulltrúar frá 7 félögum mættu til þings. Þingstörf fóru fram með hefðbundnum hætti. Gissur Guðmundsson var kjörin þingforseti og Jóhann Karl Þórisson þingritari. Nokkrar lagabreytingatillögur lágu fyrir þinginu, breytingar á reglum um Heiðursviðurkenningar ÍSL og á reglum um landsmót ÍSL í höggleik. Á þinginu bættist síðan við tillaga um breytingu á Viðauka1 við reglur um landsmót lögreglumanna í innnahússknattspyrnu og Öldungamótið.  Þessar tillögur voru nær allar samþykktar með lítilsháttar breytingum í einhverjum tilfellum. Óskar Bjartamarz var endurkjörinn formaður ÍSL, aðrir stjórnarmenn sem voru kosnir Jóhann Karl Þórisson, Guðmundur St. Sigmundssn, Jón S. Ólason, Arinbjörn Snorrason, Hálfdán Daðason, Hafdís Albertsdóttir, Jón G. Sigurgeirsson, Kjartan Ægir Kristinsson, Kristján Fr. Geirsson og Ólafur Örvar Ólafsson. Kjartan kom nýr inní stjórnina í stað Gissurar Guðmundssonar sem ekki gaf kost á sér áfram. Voru honum þökkuð góð störf í hófi að loknu þingi en Gissur hafði setið í stjórn ÍSL frá stofnun sambandsins 1982, og sinnt öllum hlutverkum í stjórninni í gegnum tíðina, verið formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Þá var í áðurnefndu hófi afhent heiðursmerki ÍSL og verður þeirra sem þar komu við sögu getið síðar.

Scroll to Top