Suðurnes/RLS sigruðu Lögguhreysti 2015

Lögguhreysti 2015 fór fram laugardaginn 03. október s.l. í og við Lögregluskólann. Aðalsteinn Bernharðsson hafði veg og vanda að
undirbúningi og framkvæmd mótsins. Honum til aðstoðar voru nemendur skólans og Guðmundur Ásgeirsson sem var yfirtímavörður.
Til leiks mættu 6 lið og tvö sem komu frá Sauðárkróki og kepptu sem einstaklingar.
Sigurliðið var samsett lið Suðurnesja og RLS. Einn sérsveitarmaður brást við kallinu og mætti í mótið. Það er vonandi vísbending um
að sérsveitin mæti með lið á næsta ári.
Úrslit:
1. Suðurnes/RLS með tímann 39,41 mín.
2. Lögregluskólinn, kvennalið, með tímann 41,08 mín.
3. LRH/kjúklingar með tímann 41,14 mín.
4. Lögregluskólinn með tímann 43,31 mín.
5. Suðurnes með tímann 45,27 mín.
6. Suðurnes/kvennalið með tímann 48,35 mín.
Verðlaunaafhending fór fram í beinu framhaldi í Lögregluskólanum. Sigurliðið fékk farandbikar til varðveislu í eitt ár og eignabikar
Suðurnesjamenn og RLS verða að koma sér saman um varðveislu gripanna. Þrjú efstu liðin fengu verðlaunapeninga.
Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir besta brautartímann í aldursflokkum og úrslit urðu eftirfarandi.
20 -30 ára karlar: Samúel A. W. Ólafsson Suðurnesjum tíminn 8,51 mín.
20 – 30 ára: konur Katrín Ýr Árnadóttir LSR tíminn 9,34 mín.
31 – 40 ára karlar: Friðrik Hreinn Hreinsson Sauðárkróki tíminn 10,21 mín.
31 – 40 ára konur: Guðrún Helga Tryggvadóttir Sauðárkróki tíminn 10,30 mín.
41 – 50 ára karlar: Ívar Ísak Guðjónsson RLS tíminn 11,12
Þess má geta að elsti keppandinn var Kristján Freyr Geirsson Suðurnesjum sem fór brautina á 11,17 mín.
Það er ljóst að þessi keppni á framtíðina fyrir sér og komin til að vera.
Scroll to Top