Landsmót ÍSL í skotfimi 2015

Fer fram 30 og 31 okt. n.k.

Föstudag 30. okt, kl. 13:00 Loftskammbyssa Borgarnesi

Föstudag 30. okt kl 16:00 Opinn flokkur ( sportbyssa ) Borgarnesi

Laugardag 31. okt kl 10:00 Glock. Borgarnesi                                                                                                     

Aðeins þeir sem hafa lokið grunnþjálfun í meðferð skotvopna á vegum LSR er heimiluð þátttaka í Glock.

Loftskammbyssa: 10 m. færi skv. alþjóðareglum

40 skot – . 15 mín upphitun, – 15 mín æfingaskot – 1 klst. keppni

Opinn flokkur: 25 m. færi ( skammbyssur allt að 9 mm leyfðar )

60 skot

6 x 5 skot á 6 mín. hver 5 skota hrina

6 x 5 skot Duell, eitt skot í einu á 3 sek., mark frá 7 sek.

Glock byssa: 10, 15, 20, og 25 m. færi skv. reglum ÍSL

1.Færi 10 m. hraðaskot 2 x 5 skot á 15 sek.

2.Færi 25 m. 5 skot liggjandi / 5 skot sitjandi

3.Færi 20 m. skot úr skjóli 5 skot hægra megin og 5 skot vinstra megin

4.Færi 15 m. 5 skot hnéstaða / 5 skot standandi

5.færi 10 m. 5 skot standandi tvíhendis og 5 skot einhendis

ATH: Keppendur þurfa að koma með byssur og skot sjálfir í öllum greinum. Þó mögulegt að fá lánaðar Glock byssur á staðnum.

 

Keppt er í einum flokki karla og kvenna.

Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist eigi síðar en sunnudaginn 25. okt með tölvupósti á jon.s.ola@logreglan.iseða kom@logreglan.is

Ekki verður unnt að bæta við skráningum eftir þessa dagsetningu. Þá er áréttað að skráning í sveitir þarf að koma fram í þáttökutilkynningu. 3 menn í sveit og eftir atvikum varamaður/menn færast inn í sveitina við gild forföll.

Kvöldverður og verðlaunaafhending í Borgarnesi á laugardagskvöld. Matur á lokahófi að kostnaðarlausu fyrir þátttakendur.

Að gefnu tilefni eru þeir sem skrá sig til keppni beðnir um að láta vita ef forföll verða.

Þátttökugjald er kr. 2500.- , eitt gjald fyrir mótið og eru keppendur beðnir um að ganga frá greiðslu með reiðufé við upphaf keppni.

                                                 Skotnefnd ÍSL

 

Scroll to Top