Sigurður Pétursson íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2018

Sigurður varð íslandsmeistari lögregluanna í golfi á landsmótinu sem fram fór á Strandarvelli við Hellu laugardaginn 21. júlí.  Það þurfti bráðabana milli Sigurðar og Sigurbjörns Þorgeirssonar en báðir léku á 74 höggum. Bráðabaninn fór fram á 10 holu. Páll Theodórsson varð í þriðja sæti á 75 höggum. Veður var alveg þolanlegt, lyngt en það gekk á með lítilsháttar skúrum í byrjun en síðan þornaði. Mótið var fámennt, 20 keppendur, en góðmennt. Allt um úslitin kemur fljótlega hér á síðuna undir Úrslit móta.

Scroll to Top