Landsmót ÍSL í golfi fór fram fimmtudaginn 27. júlí 2023 á Húsatóftarvelli í Grindavík. Mótshaldarar voru Suðurnesjamenn eða réttara sagt fyrir þeirra hönd Friðrik Kr. Jónsson. Veður þennan dag var aldeilis frábært, suðurnesja logn og sólskin allan daginn.
Það voru 52 keppendur á mótinu þar af þrír gestir. Þetta var næst fjömennasta mótið frá upphafi en það fjölmennasta var árið 2003 á Strandarvelli við Hellu 54 keppendur. A flokkur var einnig með fjömennara móti eða 12 keppendur.
Sigurbjörn Þorgeirsson, LNE, varð Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2023 annað árið í röð og í 9 skipti alls. Hann lék á 69 höggum, í öðru sæti varð Páll Theodórsson, LRH, á 71 höggi og í þriðja sæti varð Nökkvi Snær Óðinsson, LVE, sem lék á 76 höggum.
Í B flokki sigraði Friðrik Smári Björgvinsson, Hersak, með 35 punkta, í öðru sæti varð Egill Egilsson, RLS, með 31 punkt og í þriðja sæti varð Vignir Elísson, LSS, með 30 punkta.
Í C flokki sigraði heimamaðurinn Hjálmar Hallgrímsson, LSS, með 38 punkta, í öðru sæti varð Örvar Sær Gíslason, LRH, með 37 punkta og í þriðja sæti varð Kristján Kristjánsson, LNE, með 36 punkta.
D flokkinn sigraði Björgvin Sigurðsson, LRH, með 40 punkta, í öðru sæti varð Magnús V. Guðmundsson, RLS, með 32 punkta og í þriðja sæti varð Víðir Reynisson með 31 punkt.
Öldungaflokkin sigraði Tryggvi Kr. Ólafsson, LVE, með 35 punkta, í öðru sæti varð Hörður Sigurðsson, eftirlaunaþegi, með 33 punkta og í þriðja sæti varð Þórir Björgvinsson, LVL, með 33 punkta.
Heldrimannaflokk sigraði Óskar Þór Sigurðsson með 37 punkta, í öðru sæti varð Torfi Rúnar Kristjánsson með 36 punkta og í þriðja sæti varð Óskar Þórmundsson með 31 punkt.
Það voru 5 keppendur í kvennaflokki en sigurvegari varð Rebekka Heimisdóttir, LVL, með 40 punkta, í öðru sæti varð Páley Borgþórsdóttir, LNE, með 36 punkta og í þriðja sæti varð Martha Óskarsdóttir, RLS, með 27 punkta. Veitt voru verðlaun fyrir besta skorið í kvennaflokki og þar sigraði Hekla Ingunn Daðadóttir, LSS, en hún lék á 74 höggum og fékk 33 punkta. Sveitakeppnina sigraði lið lögreglunnar á norðurlandi eystra á 246 höggum í öðru sæti varð sameiginlegt lið Suðurlands/Hersak á 248 höggum og í þriðja sæti varð lið Suðurnesja á 254 höggum. Það voru 8 sveitir skráðar á mótinu.
Þá voru verðlaun fyrir að vera næstur holu eftir upphafshögg á öllum par 3 brautum. Hola 2 Sigurbjörn Þorgeirsson 4,25 m. Hola 5 Hekla Ingunn Daðadóttir 1,26 m. Hola 7 Hörður Sigurðsson 2,5 cm. Hola 14 Jóhannes S. Harðarson 5,23 m. Hola 16 Jóhann Karl Þórisson 3,25 m. og Hola 18 Friðrik Smári Björgvinsson 1,86 m.
Næsta landsmót ÍSL 2024 verður í höndum Hersak.
Ég vil fyrir hönd ÍSL þakka Friðriki Kr. Jónssyni fyrir frábært mótshald.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL