Mótið fór fram á Blönduósi 9 og 10. mars 2018. Það voru 4 lið sem mættu til leiks. Það voru RLS 1 og 2, LRH/LSS og Vesturland. Mikil forföll urðu í liði RLS1 en tveir voru komnir á sjúkralistann eftir fyrri daginn og einn þurfti að fara. Þar með voru aðeins 2 leikmenn eftir. Ákveðið var að liðsmenn RLS2 myndu leika með liðinu í þeim leikjum sem eftir voru en í innbyrgðisleik þeirra myndu liðsmenn hinna liðanna spila með RLS1. RLS2 sigraði eins og áður segir í ööru sæti varð lið LRH/LSS og í þriðja sæt Vesturland. Prúðasta liðið var RLS1. Besti leikmaðurinn var valinn Jón Arnar Sigurþórsson Vesturlandi. Bjartasta vonin Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson LRH/LSS. Markahæstur varð Gunnar RLS2. Mótshald var í höndum ÍFL/Reykjavík.