RLS sigraði á landsmóti ÍSL í innanhússknattspyrnu 2017

Landsmót ÍSL í innanhússknattspyrnu 2017 fór fram í Keflavík laugardaginn 04. nóvember 2017. Mótshald var í höndum heimamanna en þetta var þriðja tilraunin til að halda mótið sem fram átti upphaflega að fara fram á fyrsta ársfjórðungi. Það voru aðeins þrjú lið sem mættu til leiks, heimamenn, RLS og Vesturland. Mjög dapurlegt að LRH sá sér ekki fært að senda eitt lið á mótið. Leikin var tvöföld umferð og stóð RLS uppi sem sigurvegari en mótið var mjög jafnt. Lið heimamanna varð í öðru sæti og Vesturland í þriðja sæti. Lið Vesturlands var síðan valið prúðasta liðið. Markahæsti leikmaðurinn var Kristján Fr. Geirsson Suðurnesjum með 6 mörk. Landsmót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu hefur verið haldið allar götu frá því árið 1976 og er í raun upphafið að stofnum Íþróttasambands lögreglumanna, ÍSL, 1982. Það var því ekki hægt að láta mótið falla niður í ár. Suðurnesjamenn hafið þakkir fyrir mótshaldið og RLS og Vesturland fyrir þátttökuna.

Scroll to Top